Rami Al-Hamdallah, forsætisráðherra Palestínu, hefur beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Hamdallah gekk á fund Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag.
Í frétt Reuters segir að afsögn þjóðstjórnar Hamdallah sé talin áfall fyrir sáttaviðleitanir milli hreyfinga Fatah og Hamas. Hamdallah mun áfram stýra starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn verður mynduð.
Hamdallah tók við embætti forsætisráðherra árið 2014.
Hamdallah og Abbas heyra báðir til Fatah-hreyfingarinnar sem stýrt hafa Vesturbakkanum. Síðustu ár hafa margar sáttaumleitanir staðið milli Fatah og Hamas, sem hafa lengi ráðið ríkjum á Gasaströndinni.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)