Ísraelsmenn fagna ekki Hatara Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. maí 2019 11:00 Selmu er enn í fersku minni æsispennandi stigatalningin í Eurovision árið 1999. Vísir/Vilhelm Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. Selmu er enn í fersku minni æsispennandi stigatalningin í Eurovision árið 1999 og spennan og stressið sem fylgdi þátttöku í keppninni. „Það er alltaf pressa sem fylgir því að vera fulltrúi lands og þjóðar,“ segir Selma og segist ekki hafa reynt að tækla hana á sérstakan hátt. „Ég reyndi bara að anda inn og út og gera mitt besta.“ Selma spáir Hatara velgengni í keppninni. „Það er eitthvað í loftinu, Hatari stendur algjörlega upp úr, enginn er með atriði eða lag í líkingu við þau svo ég held þau verði í topp 3. Mér finnst hollenska lagið mjög fallegt og Svíþjóð er algjör heilalímmiði,“ segir hún um þau lög sem henni finnst skara fram úr í keppninni. Hún segist eiga erfitt með að velja uppáhalds lag sitt í Eurovision frá því að keppnin hófst. „En ef ég verð að velja eitt þá segi ég Euphoria.“Hvað er það við þessa keppni, heldur þú, sem dregur nærri alla Íslendinga að skjánum? „Góð spurning. Skemmtileg afþreying og show sem börn og fullorðnir geta sameinast um.“Fjölmiðlar sitja fyrir Hatara Selma segir Hatara vera vel tekið af aðdáendum og fjölmiðlum. „Fjölmiðlar sitja um þau hvar sem þau koma og stærstu miðlarnir sækjast eftir viðtölum. Svo sá maður í salnum að þau eiga dygga aðdáendur sem klæða sig upp en maður fann einnig fyrir því að Ísraelsmenn fagna þeim ekki,“ segir Selma. Selma kom fram á Euro Club sem er á vegum keppninnar og söng þar vel valin Eurovision-lög. „Það var tryllt. Ég tók mín lög og svo kom Friðrik Ómar og við tókum hans lag og nokkur vel valin Eurovision-lög. Troðfullt hús af einlægum aðdáendum keppninnar sem sungu með hverju einasta lagi. Svoleiðis gigg eru best,“ segir Selma sem segist reglulega lenda í skemmtilegum uppákomum með aðdáendum Eurovision og sú varð líka raunin í Tel Avív. „Hingað kemur fólk hvaðanæva úr heiminum, við lentum í því í fyrrakvöld þegar við vorum á leið á undankeppnina að finna ekki leigubíl enda margir að fara þangað. Við sáum tvo menn álengdar vera að tala við leigubílstjóra og heyrðum að þeir voru á leiðinni í höllina. Ég spurði hvort við mættum deila leigubíl með þeim og þeir samþykktu það. Í bílnum fórum við að spjalla og komumst að því að þeir voru frá Þýskalandi. Þegar talið barst að Íslandi og Hatara sögðust þeir ekki tengja við það lag og þá segir annar, en það var eitt lag frá Íslandi sem tók þátt fyrir 20 árum sem er mitt allra uppáhalds, það heitir All Out of Luck og ég man að ég hélt partí þetta kvöld og þegar að lagið hafnaði bara í öðru sæti þá var ég alveg eyðilagður og þar með partíið. Þá bara pikkaði ég í manninn og sagði, ég söng þetta lag, ég er Selma. Aumingja maðurinn missti algjörlega andlitið og snöggsvitnaði og átti erfitt með að horfa framan í mig eftir þetta. En svo jafnaði hann sig og við hlógum að því hvað heimurinn er lítill. Tókum svo mynd af okkur saman og kvöddumst. Svona er lífið í Eurovision-landi.“Upplifun að heimsækja Jerúsalem Selma segir Tel Avív magnaða borg en hún heimsótti einnig Jerúsalem aftur og fannst það mikil upplifun. „Tel Avív er borg sem aldrei sefur, iðandi mannlíf, strandlíf, mikið af flottum veitingahúsum og mikið næturlíf. Við fórum til Jerúsalem og það var gaman að koma þangað aftur enda keppti ég þar. Ég keyrði fram hjá höllinni sem ég kom fram í og við fórum í gamla bæinn og að Grátmúrnum sem er auðvitað upplifun.“Með mörg járn í eldinum Selma er að koma úr hörkuvinnutörn, Ronja ræningjadóttir í Þjóðleikhúsinu hefur gengið vel og hún ræktar einnig tónlistarferilinn með. Hvernig fer hún að þessu? Er hún með fleiri klukkustundir en við hin í sólarhringnum? „Ég er bara eins og hver annar duglegur Íslendingur, geri þetta með þrautseigju, elju og skipulagningu,“ segir Selma en í lok maí hefjast æfingar á Shakespeare verður ástfanginn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. „Ég er mjög spennt að hefja æfingar. Svo er ég að fara á leiklistarhátíð í Hong Kong með Hróa Hött sem við Gísli Örn Garðarsson höfum sett upp víðs vegar um heiminn, ég er að gifta fólk og stjórna nafngjafarathöfnum fyrir Siðmennt og er að veislustýra mikið og syngja svo ég er alltaf með mörg járn í eldinum. Síðan ætla ég nú líka í frí, mun ferðast til Víetnam með vinum og börnunum mínum.“ Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. Selmu er enn í fersku minni æsispennandi stigatalningin í Eurovision árið 1999 og spennan og stressið sem fylgdi þátttöku í keppninni. „Það er alltaf pressa sem fylgir því að vera fulltrúi lands og þjóðar,“ segir Selma og segist ekki hafa reynt að tækla hana á sérstakan hátt. „Ég reyndi bara að anda inn og út og gera mitt besta.“ Selma spáir Hatara velgengni í keppninni. „Það er eitthvað í loftinu, Hatari stendur algjörlega upp úr, enginn er með atriði eða lag í líkingu við þau svo ég held þau verði í topp 3. Mér finnst hollenska lagið mjög fallegt og Svíþjóð er algjör heilalímmiði,“ segir hún um þau lög sem henni finnst skara fram úr í keppninni. Hún segist eiga erfitt með að velja uppáhalds lag sitt í Eurovision frá því að keppnin hófst. „En ef ég verð að velja eitt þá segi ég Euphoria.“Hvað er það við þessa keppni, heldur þú, sem dregur nærri alla Íslendinga að skjánum? „Góð spurning. Skemmtileg afþreying og show sem börn og fullorðnir geta sameinast um.“Fjölmiðlar sitja fyrir Hatara Selma segir Hatara vera vel tekið af aðdáendum og fjölmiðlum. „Fjölmiðlar sitja um þau hvar sem þau koma og stærstu miðlarnir sækjast eftir viðtölum. Svo sá maður í salnum að þau eiga dygga aðdáendur sem klæða sig upp en maður fann einnig fyrir því að Ísraelsmenn fagna þeim ekki,“ segir Selma. Selma kom fram á Euro Club sem er á vegum keppninnar og söng þar vel valin Eurovision-lög. „Það var tryllt. Ég tók mín lög og svo kom Friðrik Ómar og við tókum hans lag og nokkur vel valin Eurovision-lög. Troðfullt hús af einlægum aðdáendum keppninnar sem sungu með hverju einasta lagi. Svoleiðis gigg eru best,“ segir Selma sem segist reglulega lenda í skemmtilegum uppákomum með aðdáendum Eurovision og sú varð líka raunin í Tel Avív. „Hingað kemur fólk hvaðanæva úr heiminum, við lentum í því í fyrrakvöld þegar við vorum á leið á undankeppnina að finna ekki leigubíl enda margir að fara þangað. Við sáum tvo menn álengdar vera að tala við leigubílstjóra og heyrðum að þeir voru á leiðinni í höllina. Ég spurði hvort við mættum deila leigubíl með þeim og þeir samþykktu það. Í bílnum fórum við að spjalla og komumst að því að þeir voru frá Þýskalandi. Þegar talið barst að Íslandi og Hatara sögðust þeir ekki tengja við það lag og þá segir annar, en það var eitt lag frá Íslandi sem tók þátt fyrir 20 árum sem er mitt allra uppáhalds, það heitir All Out of Luck og ég man að ég hélt partí þetta kvöld og þegar að lagið hafnaði bara í öðru sæti þá var ég alveg eyðilagður og þar með partíið. Þá bara pikkaði ég í manninn og sagði, ég söng þetta lag, ég er Selma. Aumingja maðurinn missti algjörlega andlitið og snöggsvitnaði og átti erfitt með að horfa framan í mig eftir þetta. En svo jafnaði hann sig og við hlógum að því hvað heimurinn er lítill. Tókum svo mynd af okkur saman og kvöddumst. Svona er lífið í Eurovision-landi.“Upplifun að heimsækja Jerúsalem Selma segir Tel Avív magnaða borg en hún heimsótti einnig Jerúsalem aftur og fannst það mikil upplifun. „Tel Avív er borg sem aldrei sefur, iðandi mannlíf, strandlíf, mikið af flottum veitingahúsum og mikið næturlíf. Við fórum til Jerúsalem og það var gaman að koma þangað aftur enda keppti ég þar. Ég keyrði fram hjá höllinni sem ég kom fram í og við fórum í gamla bæinn og að Grátmúrnum sem er auðvitað upplifun.“Með mörg járn í eldinum Selma er að koma úr hörkuvinnutörn, Ronja ræningjadóttir í Þjóðleikhúsinu hefur gengið vel og hún ræktar einnig tónlistarferilinn með. Hvernig fer hún að þessu? Er hún með fleiri klukkustundir en við hin í sólarhringnum? „Ég er bara eins og hver annar duglegur Íslendingur, geri þetta með þrautseigju, elju og skipulagningu,“ segir Selma en í lok maí hefjast æfingar á Shakespeare verður ástfanginn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. „Ég er mjög spennt að hefja æfingar. Svo er ég að fara á leiklistarhátíð í Hong Kong með Hróa Hött sem við Gísli Örn Garðarsson höfum sett upp víðs vegar um heiminn, ég er að gifta fólk og stjórna nafngjafarathöfnum fyrir Siðmennt og er að veislustýra mikið og syngja svo ég er alltaf með mörg járn í eldinum. Síðan ætla ég nú líka í frí, mun ferðast til Víetnam með vinum og börnunum mínum.“
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira