Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2019 12:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Magnús Hlynur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“ Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“
Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira