Kylie Jenner orðin yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 22:47 Kylie Jenner er aðeins 21 árs og auðæfi hennar metin á einn milljarð dala. Vísir/Getty Bandaríska samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner hefur náð því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringur sögunnar, að mati bandaríska tímaritsins Forbes. Jenner er aðeins 21 árs gömul og hefur auðgast mikið á snyrtivörumerkjalínu sinni Kylie Cosmetic. Forbes birti lista sinn í dag yfir ríkasta fólk heimsins en þar náði Jenner að velta stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, úr sessi sem yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn. Zuckerberg náði því marki þegar hann var 23 ára gamall. Auðæfi Jenner eru nú metin á einn milljarð dollara, eða því sem nemur um 120 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Kylie Cosmetic skrifaði undir samning við Ulta Beauty sem jók virði fyrirtækisins en það er metið á 900 milljónir dollara og að fullu í eign Kylie Jenner.At 21, Kylie Jenner becomes the youngest self-made billionaire ever https://t.co/PTLYwKp69b #ForbesBillionaires pic.twitter.com/K3NwZTmyWS— Forbes (@Forbes) March 5, 2019 Metur Forbes það svo að tekjurnar af fyrirtækinu hafi hjálpað henni að ná þessari stöðu, að vera metin á einn milljarð dollara. Fjölmiðillinn Bloomberg nefndi Jenner einnig yngsta sjálfskapaða milljarðamæring heimsins. Forbes greindi frá því í fyrra að Jenner stefndi hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringur sögunnar, en þá var auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara og hún aðeins tvítug að aldri. Var Forbes gagnrýnt fyrir að kalla Jenner „sjálfskapaðan“ milljarðamæring því hún hefði sannarlega notið góðs af því að tilheyra Kardashian-fjölskyldunni sem er stórt viðskiptaveldi og þannig hafi Jenner fengið forskot á aðra.Jenner hefur auðgast mjög á snyrtivörustórveldi sínu Kylie Cosmetics.Vísir/GettyVar umræðan að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins í fyrra um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið í fyrra og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir töldu sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur. Orðabókin birti aftur tíst í dag þar sem skýringin á orðinu „sjálfskapaður“ var árétt og tekið fram að það eigi við einhvern sem hefur náð árangri í lífinu án aðstoðar.Haven't we gone over this?Self-made: Having succeeded in life unaided.https://t.co/g0ZHDSkVfu https://t.co/3O48zKsInN— Dictionary.com (@Dictionarycom) March 5, 2019 Forbes tekur fram að það sé þeirra mat að sá sem telst sjálfskapaður sé einhver sem hefur byggt upp fyrirtæki eða auðgast mjög á eigin spýtur en ekki einhver sem hefur fengið auðæfi í arf. Hvað sem því líður þá hefur Jenner nýtt þau tækifæri sem henni bjóðast vegna velgengni fjölskyldu hennar afar vel. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. 13. júlí 2018 10:30 Raunveruleikaungstirnið sem stofnaði stórveldi í snyrtivörubransanum Fjallað var um Jenner í bandaríska tímaritinu Forbes en auðæfi hennar, tvítugrar stúlkunnar, eru metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 13. júlí 2018 14:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríska samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner hefur náð því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringur sögunnar, að mati bandaríska tímaritsins Forbes. Jenner er aðeins 21 árs gömul og hefur auðgast mikið á snyrtivörumerkjalínu sinni Kylie Cosmetic. Forbes birti lista sinn í dag yfir ríkasta fólk heimsins en þar náði Jenner að velta stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, úr sessi sem yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn. Zuckerberg náði því marki þegar hann var 23 ára gamall. Auðæfi Jenner eru nú metin á einn milljarð dollara, eða því sem nemur um 120 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Kylie Cosmetic skrifaði undir samning við Ulta Beauty sem jók virði fyrirtækisins en það er metið á 900 milljónir dollara og að fullu í eign Kylie Jenner.At 21, Kylie Jenner becomes the youngest self-made billionaire ever https://t.co/PTLYwKp69b #ForbesBillionaires pic.twitter.com/K3NwZTmyWS— Forbes (@Forbes) March 5, 2019 Metur Forbes það svo að tekjurnar af fyrirtækinu hafi hjálpað henni að ná þessari stöðu, að vera metin á einn milljarð dollara. Fjölmiðillinn Bloomberg nefndi Jenner einnig yngsta sjálfskapaða milljarðamæring heimsins. Forbes greindi frá því í fyrra að Jenner stefndi hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringur sögunnar, en þá var auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara og hún aðeins tvítug að aldri. Var Forbes gagnrýnt fyrir að kalla Jenner „sjálfskapaðan“ milljarðamæring því hún hefði sannarlega notið góðs af því að tilheyra Kardashian-fjölskyldunni sem er stórt viðskiptaveldi og þannig hafi Jenner fengið forskot á aðra.Jenner hefur auðgast mjög á snyrtivörustórveldi sínu Kylie Cosmetics.Vísir/GettyVar umræðan að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins í fyrra um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið í fyrra og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir töldu sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur. Orðabókin birti aftur tíst í dag þar sem skýringin á orðinu „sjálfskapaður“ var árétt og tekið fram að það eigi við einhvern sem hefur náð árangri í lífinu án aðstoðar.Haven't we gone over this?Self-made: Having succeeded in life unaided.https://t.co/g0ZHDSkVfu https://t.co/3O48zKsInN— Dictionary.com (@Dictionarycom) March 5, 2019 Forbes tekur fram að það sé þeirra mat að sá sem telst sjálfskapaður sé einhver sem hefur byggt upp fyrirtæki eða auðgast mjög á eigin spýtur en ekki einhver sem hefur fengið auðæfi í arf. Hvað sem því líður þá hefur Jenner nýtt þau tækifæri sem henni bjóðast vegna velgengni fjölskyldu hennar afar vel.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. 13. júlí 2018 10:30 Raunveruleikaungstirnið sem stofnaði stórveldi í snyrtivörubransanum Fjallað var um Jenner í bandaríska tímaritinu Forbes en auðæfi hennar, tvítugrar stúlkunnar, eru metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 13. júlí 2018 14:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17
Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. 13. júlí 2018 10:30
Raunveruleikaungstirnið sem stofnaði stórveldi í snyrtivörubransanum Fjallað var um Jenner í bandaríska tímaritinu Forbes en auðæfi hennar, tvítugrar stúlkunnar, eru metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 13. júlí 2018 14:30