Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2019 14:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sést hér yfirgefa City Park Hótel í liðinni þegar atkvæðagreiðsla um verkfall stóð yfir. Vísir/Vilhelm Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. Í tilkynningu frá Eflingu segir að um sé að ræða tilfelli bæði á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Formaður Eflingar hefur sent almennt erindi til hótelrekenda og forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja vegna þessa. Segir að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi haft samband við framkvæmdastjóra nokkurra fyrirtækja í hótel- og hópbifreiðageiranum vegna kvartana frá félagsmönnum og minnt á réttindi þeirra. „Hér er því miður um ákveðið mynstur að ræða,“ segir Viðar. „Við söfnum upplýsingum um þessi tilvik og munum svo vega og meta til hvaða aðgerða verður gripið,“ bætir hann við. Efling vísar í frásagnir félagsmanna þar sem fram hafi komið að yfirmenn hafi boðað til funda og látið frá sér skrifleg skilaboð þar sem því sé hótað að verkfallsaðgerðir og jafnvel kosningaþátttaka ein geti hafi skaðlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir starfsmenn. „Slíkt er að mati Eflingar brot á lögum nr. 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur varða skaðabótum og sektum og áskilur Efling sér allan rétt til málshöfðana fyrir Félagsdómi vegna slíkra brota.“ Rétturinn til verkfallsaðgerða sé lögvarinn og einn af hornsteinum íslenskrar vinnumarkaðslöggjafar. „Að atvinnurekendur beiti starfsmenn þrýstingi í verkfallskosningu gengur í berhögg við lög um stéttarfélög og vinnudeilur en samkvæmt 4. grein þeirra laga er skýrt kveðið á um að atvinnurekendum sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á afskipti verkafólks af vinnudeilum eða annarri starfsemi stéttarfélaga. Auk þess er rétturinn til þátttöku í stéttarfélögum, þar með talið atkvæðagreiðslum, varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það sorglegt að atvinnurekendur skuli standa í vegi fyrir því að félagsmenn Eflingar geti tekið afstöðu í löglega boðaðri atkvæðagreiðslu. „Við höfum lagt mikið á okkur við að kynna atkvæðagreiðslur okkar fyrir félagsmönnum og stuðla að sem mestri þátttöku þeirra. Þetta er lýðræðislegur og lögvarinn réttur þeirra. Efling tekur allar tilraunir til að beita félagsmenn okkar óeðlilegum þrýstingi mjög alvarlega.“ Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. Í tilkynningu frá Eflingu segir að um sé að ræða tilfelli bæði á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Formaður Eflingar hefur sent almennt erindi til hótelrekenda og forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja vegna þessa. Segir að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi haft samband við framkvæmdastjóra nokkurra fyrirtækja í hótel- og hópbifreiðageiranum vegna kvartana frá félagsmönnum og minnt á réttindi þeirra. „Hér er því miður um ákveðið mynstur að ræða,“ segir Viðar. „Við söfnum upplýsingum um þessi tilvik og munum svo vega og meta til hvaða aðgerða verður gripið,“ bætir hann við. Efling vísar í frásagnir félagsmanna þar sem fram hafi komið að yfirmenn hafi boðað til funda og látið frá sér skrifleg skilaboð þar sem því sé hótað að verkfallsaðgerðir og jafnvel kosningaþátttaka ein geti hafi skaðlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir starfsmenn. „Slíkt er að mati Eflingar brot á lögum nr. 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur varða skaðabótum og sektum og áskilur Efling sér allan rétt til málshöfðana fyrir Félagsdómi vegna slíkra brota.“ Rétturinn til verkfallsaðgerða sé lögvarinn og einn af hornsteinum íslenskrar vinnumarkaðslöggjafar. „Að atvinnurekendur beiti starfsmenn þrýstingi í verkfallskosningu gengur í berhögg við lög um stéttarfélög og vinnudeilur en samkvæmt 4. grein þeirra laga er skýrt kveðið á um að atvinnurekendum sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á afskipti verkafólks af vinnudeilum eða annarri starfsemi stéttarfélaga. Auk þess er rétturinn til þátttöku í stéttarfélögum, þar með talið atkvæðagreiðslum, varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það sorglegt að atvinnurekendur skuli standa í vegi fyrir því að félagsmenn Eflingar geti tekið afstöðu í löglega boðaðri atkvæðagreiðslu. „Við höfum lagt mikið á okkur við að kynna atkvæðagreiðslur okkar fyrir félagsmönnum og stuðla að sem mestri þátttöku þeirra. Þetta er lýðræðislegur og lögvarinn réttur þeirra. Efling tekur allar tilraunir til að beita félagsmenn okkar óeðlilegum þrýstingi mjög alvarlega.“
Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira