Björgvin dæmdur í eins leiks bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 17:06 Björgvin Stefánsson. Fréttablaðið/Sigtryggur KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Þetta bann tengist þó ekki ummælum Björgvins sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin var dæmdur í eins leiks bann fyrir tvö gul spjöld í Mjólkurbikar karla. Björgvin fékk gult spjald í sigurleikjunum á móti Dalvík/Reyni og Völsungi. Björgvin tekur því bannið út í leik KR á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram 27. júní á KR-vellinum. Úrskurðurinn í máli Björgvins vegna rasíska ummæla verður aftur á móti kynntur í hádeginu á morgun en niðurstaða í því máli liggur fyrir samkvæmt heimildum Vísis. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar og knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og menn veltu fyrir sér hvort Björgvin gæti verið á leiðinni í langt bann Brot Björgvins gæti hugsanlega kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu hér fyrir neðan. 16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Þetta bann tengist þó ekki ummælum Björgvins sem lýsanda í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin var dæmdur í eins leiks bann fyrir tvö gul spjöld í Mjólkurbikar karla. Björgvin fékk gult spjald í sigurleikjunum á móti Dalvík/Reyni og Völsungi. Björgvin tekur því bannið út í leik KR á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram 27. júní á KR-vellinum. Úrskurðurinn í máli Björgvins vegna rasíska ummæla verður aftur á móti kynntur í hádeginu á morgun en niðurstaða í því máli liggur fyrir samkvæmt heimildum Vísis. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar og knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og menn veltu fyrir sér hvort Björgvin gæti verið á leiðinni í langt bann Brot Björgvins gæti hugsanlega kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu hér fyrir neðan. 16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira