Þrír nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:37 Hildigunnur, Guðrún og Kristján. Vísir Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán. Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, Hildigunnur Jónsdóttir og Kristján Már Atlason eru nýir stjórnendur hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Hildigunnur verður stjórnandi í tækniþróun, Guðrún í einstaklingsmörkuðum og Kristján Már í fyrirtækjamörkuðum. Munu þau taka þátt í að þróa eitt stærsta orkufyrirtæki landsins í takti við síbreytilegar þarfir og áskoranir segir í tilkynningu frá ON. Hildigunnur Jónsdóttir gekk til liðs við ON fyrir rúmu ári sem verkefnisstjóri. Hún hafði þá sjö ára reynslu sem slíkur hjá danska orkufyrirtækinu Örsted þar sem hún vann að vindorku-verkefnum víða um heim. Hildigunnur er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Columbia University í New York, diplómu í stjórnun (EBA) frá DTU í Danmörku og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún Einarsdóttir réði sig til fjarskipta-fyrirtækisins Nova við stofnun þess og gegndi ýmsum stjórnunarstörfum á uppvaxtarárum þess, 2007-2013. Þá gerðist hún starfsmannastjóri hjá WOW en fór aftur til Nova 2014 þar sem hún stýrði verkefna- og vörustjórnun þar til fyrr á þessu ári. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kristján Már Atlason hefur áratuga reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði. Hann starfaði hjá Olís þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs félagsins frá árinu 2014. Þar áður starfaði Kristján hjá Samskipum í um 15 ár sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, hvorttveggja í Reykjavík og Rotterdam. Kristján er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá sama skóla.Berglind Rán Ólafsdóttir.ON„Við munum áfram verða í forystu í okkar nauðsynlegu og skynsamlegu orkuskiptum í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, en ON hefur beint sjónum sínum fyrst og fremst að rafbílum.Berglind var ráðin framkvæmdastjóri ON í febrúar í stað Bjarna Más Júlíussonar sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. „Í þeim eykst hraðinn stöðugt og við ætlum að vera leiðandi á fleiri sviðum orkumála,“ bætir hún við. „Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu jarðhitans. Það kallar á ferska nálgun þar sem tvinnast saman betri nýting orkunnar sem við sækjum í jarðhitasvæðin og nýtingu á öðrum straumum sem koma upp með orkunni.“ Þar vísar Berglind meðal annars til þróunarverkefna við Hellisheiðarvirkjun þar sem hvert sprotafyrirtækið á fætur öðru hefur verið að halda sér völl til að nýta afurðir jarðhitavinnslunnar. „Við bindum miklar vonir við nýja stjórnendur sem bætast nú við öflugt teymi okkar hjá ON og sem fyrr tökumst við einbeitt á við þessi verkefni,“ segir Berglind Rán.
Vistaskipti Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39 Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13 Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR. 26. nóvember 2018 15:39
Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum. 21. apríl 2019 17:13
Berglind ráðin í stöðu Bjarna Más hjá ON Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins. 19. febrúar 2019 11:15