Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júlí 2019 06:30 Í Elliðánum hafði veiðst 81 lax um miðja síðustu viku en 228 laxar veiddust á sama tíma í fyrra. Fréttablaðið/Stefán „Eftir tíu daga geta menn séð framan í hvernig sumarið endar,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, um stöðuna á laxveiðinni sem hefur verið afar lítil það sem ef er sumri. Í ám vestanlands og á Norðvesturlandi hefur veiðst margfalt minna en á sama tíma í fyrra. Miðað við tölur sem voru tiltækar í gær um landaðan lax á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, höfðu til dæmis veiðst tífalt færri fiskar í Norðurá í Borgarfirði 3. júlí síðastliðinn heldur en reyndin var 4. júlí fyrir ári; 55 laxar í ár á móti 557 í fyrra. Var þá búið að vera að í Norðurá í mánuð og er veitt á fimmtán stangir. Í Þverá/Kjarrá var veiðin nífalt minni en í fyrra og í Grímsá var hún ríflega þriðjungur á við í fyrra. Nýjar veiðitölur verða birtar í dag en ef marka má Guðna eru ekki líkur á að veiðin hafi tekið kipp. „Ef það hefði verið eitthvað sem menn hefðu tekið verulega eftir þá væru menn búnir að koma því ansi vel til skila. Og teljararnir okkar eru ekki að taka nein stökk,“ segir fiskifræðingurinn. „Það ætti að vera kominn smálax og það er yfirleitt þannig að þegar þeir eru margir þá koma þeir fyrr. Ofan á það áttum við ekkert von á mjög sterkum laxagöngum á Suðvesturlandi, þar er þetta vatnsleysi og hiti. Þannig að það er ekki bara það að fiskarnir eru fáir heldur eru aðstæðurnar líka slæmar,“ segir Guðni. Nánar útskýrir Guðni að sá árgangur sem átti að standa undir smálaxagengdinni núna, klakárgangurinn 2015, afkomendur laxanna sem hrygndu 2014, hafi ekki verið stór. Því hafi ekki verið von á sterkum göngum til sjávar. Til viðbótar hafi vorið í fyrra verið kalt og það hafi áhrif á afkomuna.Guðni Guðbergsson fiskifræðingur.Fréttablaðið/Anton Brink„Þannig að það voru fá seiði og kalt vor og svo fáum við þurrkatíma núna. Það er uppskrift að því að við getum ekki verið neitt voðalega bjartsýn,“ segir Guðni. Staðan er þó önnur á Norðausturlandi, eins og í Þistilfirði og Vopnafirði. Þar sé ekki von á miklu af stórlaxi í sumar en sæmileg útganga hafi verið í fyrra af meira en einum árgangi af smálaxi. Aðstæður þar hafi einnig verið góðar. „Þannig að ég held alveg í vonina með það enn þá að það eigi eftir að koma alveg þokkalegur smálax þar inn,“ segir Guðni. Þessu til viðbótar bendir Guðni á að til lengri tíma litið hafi endurheimtuhlutfall seiða úr sjó farið lækkandi við Norður-Atlantshaf á seinni árum. „Það er hlutur sem veldur manni áhyggjum og það munar mjög miklu hvort það er eitt af hverjum fimm seiðum sem er að koma til baka eða eitt af hverjum tuttugu,“ segir Guðni. Til að hafa áhrif á þróunina geta menn að sögn Guðna gætt þess að veiða ekki of mikið og passað upp á að árnar fóstri eins mörg seiði og þær geti framfleytt. „Ég held að það sé alveg ljóst að það að veiða og sleppa hefur haft jákvæð áhrif á seiðaframleiðslu og aukinn seiðafjöldi hefur verið að vega á móti lægri endurheimtum.“ Aðspurður segir Guðni að ef rigningatíð gengi í garð þá myndi það hressa upp á veiðina; vaxa myndi í ám og laxar sem bíða úti fyrir ósum þeirra myndu þá frekar ganga upp. Örvænting sé að minnsta kosti ekki hugtakið fyrir veiðimenn: „Í veiðiskap gengur þetta upp og ofan.“ Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði
„Eftir tíu daga geta menn séð framan í hvernig sumarið endar,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, um stöðuna á laxveiðinni sem hefur verið afar lítil það sem ef er sumri. Í ám vestanlands og á Norðvesturlandi hefur veiðst margfalt minna en á sama tíma í fyrra. Miðað við tölur sem voru tiltækar í gær um landaðan lax á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, höfðu til dæmis veiðst tífalt færri fiskar í Norðurá í Borgarfirði 3. júlí síðastliðinn heldur en reyndin var 4. júlí fyrir ári; 55 laxar í ár á móti 557 í fyrra. Var þá búið að vera að í Norðurá í mánuð og er veitt á fimmtán stangir. Í Þverá/Kjarrá var veiðin nífalt minni en í fyrra og í Grímsá var hún ríflega þriðjungur á við í fyrra. Nýjar veiðitölur verða birtar í dag en ef marka má Guðna eru ekki líkur á að veiðin hafi tekið kipp. „Ef það hefði verið eitthvað sem menn hefðu tekið verulega eftir þá væru menn búnir að koma því ansi vel til skila. Og teljararnir okkar eru ekki að taka nein stökk,“ segir fiskifræðingurinn. „Það ætti að vera kominn smálax og það er yfirleitt þannig að þegar þeir eru margir þá koma þeir fyrr. Ofan á það áttum við ekkert von á mjög sterkum laxagöngum á Suðvesturlandi, þar er þetta vatnsleysi og hiti. Þannig að það er ekki bara það að fiskarnir eru fáir heldur eru aðstæðurnar líka slæmar,“ segir Guðni. Nánar útskýrir Guðni að sá árgangur sem átti að standa undir smálaxagengdinni núna, klakárgangurinn 2015, afkomendur laxanna sem hrygndu 2014, hafi ekki verið stór. Því hafi ekki verið von á sterkum göngum til sjávar. Til viðbótar hafi vorið í fyrra verið kalt og það hafi áhrif á afkomuna.Guðni Guðbergsson fiskifræðingur.Fréttablaðið/Anton Brink„Þannig að það voru fá seiði og kalt vor og svo fáum við þurrkatíma núna. Það er uppskrift að því að við getum ekki verið neitt voðalega bjartsýn,“ segir Guðni. Staðan er þó önnur á Norðausturlandi, eins og í Þistilfirði og Vopnafirði. Þar sé ekki von á miklu af stórlaxi í sumar en sæmileg útganga hafi verið í fyrra af meira en einum árgangi af smálaxi. Aðstæður þar hafi einnig verið góðar. „Þannig að ég held alveg í vonina með það enn þá að það eigi eftir að koma alveg þokkalegur smálax þar inn,“ segir Guðni. Þessu til viðbótar bendir Guðni á að til lengri tíma litið hafi endurheimtuhlutfall seiða úr sjó farið lækkandi við Norður-Atlantshaf á seinni árum. „Það er hlutur sem veldur manni áhyggjum og það munar mjög miklu hvort það er eitt af hverjum fimm seiðum sem er að koma til baka eða eitt af hverjum tuttugu,“ segir Guðni. Til að hafa áhrif á þróunina geta menn að sögn Guðna gætt þess að veiða ekki of mikið og passað upp á að árnar fóstri eins mörg seiði og þær geti framfleytt. „Ég held að það sé alveg ljóst að það að veiða og sleppa hefur haft jákvæð áhrif á seiðaframleiðslu og aukinn seiðafjöldi hefur verið að vega á móti lægri endurheimtum.“ Aðspurður segir Guðni að ef rigningatíð gengi í garð þá myndi það hressa upp á veiðina; vaxa myndi í ám og laxar sem bíða úti fyrir ósum þeirra myndu þá frekar ganga upp. Örvænting sé að minnsta kosti ekki hugtakið fyrir veiðimenn: „Í veiðiskap gengur þetta upp og ofan.“
Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði