Eflum fullveldi Íslands Kjartan Þór Ingason skrifar 4. júní 2019 16:08 Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun