Eflingarfólk ánægt með skilaboð SA um lífskjarasamning Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í byrjun apríl. vísir/vilhelm „Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær. Í póstinum, sem er undirritaður af formanni og framkvæmdastjóra SA, segir að með lífskjarasamningnum hafi sérstök áhersla verið lögð á kjarabætur til tekjulágra. Því sé mikilvægt að umsamdar hækkanir skili sér óskertar. „Örfá dæmi eru um að launagreiðslur umfram lágmarkskjör kjarasamninga hafi verið skertar með beinni vísan til Lífskjarasamningsins. Það er mjög óheppileg tilvísun enda gengið út frá því að launaliðir samningsins kæmu óbreyttir til framkvæmda frá gildistöku samkvæmt efni þeirra,“ segir enn fremur í póstinum. Viðar segir að skilaboðin séu þau að heiðra eigi samkomulagið í einu og öllu. Þar með talið það sem snýr að svokölluðum yfirborgunum eins og mál Capital Hotel snúist um. Ákveðnar lagahliðar þess máls séu enn í skoðun hjá lögmanni Eflingar. „Við áttum okkur auðvitað á því að SA geta auðvitað ekki ábyrgst launagreiðslur umfram taxta á einstaka vinnustöðum. Það sem skiptir okkur máli eru hin almennu skilaboð og að það fari ekki að myndast einhver túlkun hjá atvinnurekendum að það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi að ætla að fjármagna launahækkanir samningsins með því að afnema bara þær yfirborganir sem fyrir voru,“ segir Viðar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
„Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær. Í póstinum, sem er undirritaður af formanni og framkvæmdastjóra SA, segir að með lífskjarasamningnum hafi sérstök áhersla verið lögð á kjarabætur til tekjulágra. Því sé mikilvægt að umsamdar hækkanir skili sér óskertar. „Örfá dæmi eru um að launagreiðslur umfram lágmarkskjör kjarasamninga hafi verið skertar með beinni vísan til Lífskjarasamningsins. Það er mjög óheppileg tilvísun enda gengið út frá því að launaliðir samningsins kæmu óbreyttir til framkvæmda frá gildistöku samkvæmt efni þeirra,“ segir enn fremur í póstinum. Viðar segir að skilaboðin séu þau að heiðra eigi samkomulagið í einu og öllu. Þar með talið það sem snýr að svokölluðum yfirborgunum eins og mál Capital Hotel snúist um. Ákveðnar lagahliðar þess máls séu enn í skoðun hjá lögmanni Eflingar. „Við áttum okkur auðvitað á því að SA geta auðvitað ekki ábyrgst launagreiðslur umfram taxta á einstaka vinnustöðum. Það sem skiptir okkur máli eru hin almennu skilaboð og að það fari ekki að myndast einhver túlkun hjá atvinnurekendum að það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi að ætla að fjármagna launahækkanir samningsins með því að afnema bara þær yfirborganir sem fyrir voru,“ segir Viðar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira