Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2019 19:45 Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira