Framherjinn Kristján Flóki Finnbogason er á leið í topplið Pepsi Max-deildar karla, KR, en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu nú undir kvöld.
Kristján Flóki hefur verið á mála hjá Start síðan í ágústmánuði 2017 og hjálpaði liðinu meðal annars að komast upp í norsku úrvlasdeildina á sínu fyrsta ári hjá félaginu.
Á síðustu leiktíð var hann svo lánaður til Brommapojkarna í Svíþjóð og hefur verið inn og út úr liðinu á þessari leiktíð. Norska úrvalsdeildin er nú í sumarfríi.
Fótbolti.net segir að KR-ingar muni kaupa Kristján Flóka af Start og þeir séu að hafa betur í baráttunni um hann við uppeldisfélag hans, FH, en Flóki er fæddur og uppalinn í Kaplakrika.
KR-ingar eru með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar, eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins og eru nú staddir í Noregi þar sem þeir mæta Molde í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Segja Kristján Flóka á leið í KR
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn