Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira