Freistnivandi sjávarútvegsins Arnar Atlason skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Spurningaleikur í 4 liðum (svörin við spurningunum má finna hér neðst). 1. Má sá sem kaupir afla af sjálfum sér ákvarða vigt aflans? 2. Má sá sem kaupir afla af öðrum ákvarða vigt aflans? 3. Þegar upp kemst um ólöglegt brottkast, hverjum er þá refsað? 4. Er hugsanlegt að 2-5 aðilar gætu eignast allar veiðiheimildir á Íslandi eða að einn aðili eigi nú þegar 20-30% kvótans? Þessar spurningar byggja á nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda sem unnin var að beiðni Alþingis. Helstu niðurstöður hennar má finna í meðfylgjandi samantekt: „Á grundvelli þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun aflaði við gerð úttektarinnar er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Ríkisendurskoðandi leggur til að gerðar verði skýrar kröfur um aðstöðu til vigtunar og eftirlit hafnaryfirvalda. Kanna þarf hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu og fjölga yfirstöðum eftirlitsmanna hjá vigtunarleyfishöfum. Eftirlit með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Hvorki liggja fyrir skýr árangursmarkmið né árangursmælingar. Ríkisendurskoðandi mælist til að kannað verði hvort auka megi samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með brottkasti. Þá þurfi að auka viðveru eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum og horfa til tækninýjunga við eftirlit. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ráðast þarf í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna hvað snýr að ákvæðum um bæði yfirráð og tengsl aðila svo tryggja megi markvisst eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Ríkisendurskoðandi vekur athygli á mikilvægi þess að Fiskistofa hafi nauðsynleg úrræði og aðföng til að sinna eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti með tilætluðum fælingar- og varnaðaráhrifum. Skilgreina þarf skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að þeim verði náð.“ 1. Kaupandi fiskafla sem jafnframt er útgerðarmaður getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum við sjálfan sig. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 2. Kaupandi fiskafla getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 3. Hefðbundin refsing við brottkasti er veiðileyfissvipting í tiltekinn tíma, í sumum tilfellum hlýtur skipstjóri og/eða útgerð jafnframt sekt. Í engum tilfellum eru veiðiheimildir gerðar upptækar og því flyst tekjuöflun útgerðar einungis til en fellur ekki niður. 4. Í lögum um stjórn fiskveiða er tilgreint hámark sem hver útgerð má eiga af aflaheimildum tegunda. Ríkisendurskoðun bendir á að ekkert eftirlit sé með eignarhaldi í gegnum dóttur- og systurfélög. Því er ekki hægt að fullyrða hvort einhver aðili eigi orðið 20-30% veiðiheimilda á þann hátt.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), framkvæmdastjóri Tor ehf. og situr í samráðshópi um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Spurningaleikur í 4 liðum (svörin við spurningunum má finna hér neðst). 1. Má sá sem kaupir afla af sjálfum sér ákvarða vigt aflans? 2. Má sá sem kaupir afla af öðrum ákvarða vigt aflans? 3. Þegar upp kemst um ólöglegt brottkast, hverjum er þá refsað? 4. Er hugsanlegt að 2-5 aðilar gætu eignast allar veiðiheimildir á Íslandi eða að einn aðili eigi nú þegar 20-30% kvótans? Þessar spurningar byggja á nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda sem unnin var að beiðni Alþingis. Helstu niðurstöður hennar má finna í meðfylgjandi samantekt: „Á grundvelli þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun aflaði við gerð úttektarinnar er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Ríkisendurskoðandi leggur til að gerðar verði skýrar kröfur um aðstöðu til vigtunar og eftirlit hafnaryfirvalda. Kanna þarf hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu og fjölga yfirstöðum eftirlitsmanna hjá vigtunarleyfishöfum. Eftirlit með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Hvorki liggja fyrir skýr árangursmarkmið né árangursmælingar. Ríkisendurskoðandi mælist til að kannað verði hvort auka megi samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu við eftirlit með brottkasti. Þá þurfi að auka viðveru eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum og horfa til tækninýjunga við eftirlit. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Ráðast þarf í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna hvað snýr að ákvæðum um bæði yfirráð og tengsl aðila svo tryggja megi markvisst eftirlit með samþjöppun aflaheimilda. Ríkisendurskoðandi vekur athygli á mikilvægi þess að Fiskistofa hafi nauðsynleg úrræði og aðföng til að sinna eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti með tilætluðum fælingar- og varnaðaráhrifum. Skilgreina þarf skýr árangursmarkmið um eftirlitshlutverk Fiskistofu og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að þeim verði náð.“ 1. Kaupandi fiskafla sem jafnframt er útgerðarmaður getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum við sjálfan sig. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 2. Kaupandi fiskafla getur fengið heimild til endanlegrar vigtunar aflans í viðskiptum. Sú vigt gildir við nýtingu veiðiheimilda, greiðslu launa sjómanna og útreikning hafnargjalda. 3. Hefðbundin refsing við brottkasti er veiðileyfissvipting í tiltekinn tíma, í sumum tilfellum hlýtur skipstjóri og/eða útgerð jafnframt sekt. Í engum tilfellum eru veiðiheimildir gerðar upptækar og því flyst tekjuöflun útgerðar einungis til en fellur ekki niður. 4. Í lögum um stjórn fiskveiða er tilgreint hámark sem hver útgerð má eiga af aflaheimildum tegunda. Ríkisendurskoðun bendir á að ekkert eftirlit sé með eignarhaldi í gegnum dóttur- og systurfélög. Því er ekki hægt að fullyrða hvort einhver aðili eigi orðið 20-30% veiðiheimilda á þann hátt.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), framkvæmdastjóri Tor ehf. og situr í samráðshópi um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar