Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 12:11 Hess Creek-skógareldurinn kviknaði út frá eldingu 21. júní. Svona var umhorfs eftir hann í síðustu viku. Vísir/EPA Magn kolefnis sem losnaði í skógar- og kjarreldum á norðurslóðum í júní var sambærilegt við árslosun Svíþjóðar. Fleiri en hundrað eldar hafa geisað á norðurslóðum í sumar, fyrst og fremst í Alaska og Síberíu. Í Alaska hafa verið fordæmalaus sumarhlýindi sem enn standa yfir.Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að um fimmtíu milljónir tonna af koltvísýringi hafi losnað frá eldunum á norðurslóðum í júnímánuði einum saman. Það jafnast á við árslosun Svíþjóðar á gróðurhúsalofttegundum og er meira en losnað hefur frá eldum þar undanfarna átta júnímánuði samanlagt. Washington Post segir að alls hafi 125 milljón tonn koltvísýrings losnað frá eldunum í sumar fram að 28. júlí. Losunin hefur ekki mælst meiri frá því að athuganir af því tagi hófust árið 2003. Ein af ástæðum þess hversu mikið kolefni hefur losnað í eldunum er að þeir hafa brunnið í gegnum kolefnisríkar mómýrar. Mórinn er myndaður úr rotnandi lífrænu efni. Hann hefur þornað upp í hlýindum á norðurslóðum í sumar og orðið afar eldfimur. Eldingar hafa kveikt mikla elda í mýrunum sem brenna lengur en eldar í skóglendi.Reykjarmökkur liggur yfir stórum hluta Síberíu. Gervihnattamynd frá 24. júlí sýnir að reykur þekur um 4,5 milljónir ferkílómetra lands í Mið- og Norður-Asíu.NASAMiklar breytingar á umhverfinu vegna hitans Í Alaska hafa 800.000 hektarar lands brunnið í sumar. Hitinn í ríkinu hefur verið yfir meðaltali á hverjum degi frá 25. apríl og engin mælistöð hefur mælt frost frá því 28. júní. Ekki hefur verið frostlaust svo lengi í Alaska í að minnsta kosti öld. Hitinn á flugvellinum í Anchorage fór í 32°C í fyrsta skipti í sögunni á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Júní var hlýjasti júnímánuður í mælingarsögunni í Alaska og útlit er fyrir að júlí verði hlýjasti mánuðurinn sem þar hefur mælst. Ís og viftur hafa selst upp í búðum og elgir hafa sést leita í úðara í görðum manna til að kæla sig. Hitinn hefur gjörbreytt umhverfinu víða í Alaska. Hafís á Bering- og Tjúktahafi er nær horfinn með tilheyrandi breytingum á veðurfari og erfiðleikum fyrir menn og dýr sem reiða sig á ísinn. Freðmýrinn í Alaska sem breytist jafnan í drullu yfir sumarið er svo þurr í sumar að leiðsögumenn segja að hægt sé að tjalda á henni. Annars staðar stendur vatn í ám óvenjuhátt vegna þess hversu hratt snjó hefur tekið upp og jöklar bráðnað. Norðurslóðir hlýna nú um helmingi hraðar en aðrir staðir á jörðinni vegna losunnar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í Alaska hefur hlýnað um tvær gráður frá því fyrir iðnbyltingu og enn meira í sumum norðlægari hlutum ríkisins. Ekkert lát er á hlýindunum á norðurslóðum. Veðurkerfið sem olli hitabylgjunni í Vestur-Evrópu í síðustu viku hefur nú fært sig norður á bóginn og bræðir Grænlandsjökul enn hraðar en ella. Á Grænlandi hafa eldar einnig brunnið í sumar. Útlit er fyrir að lágmarksútbreiðsla hafíssins á norðurslóðum verði sú minnsta frá því að athuganir hófust í sumar.Reyk frá skógareldunum leggur yfir Tsjíta í austurhluta Síberíu. Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á fimm svæðum, þar á meðal í Írkútsk og Krasnoyarks-héruðum sem liggja norðan Mongólíu.Vísir/APKomast ekki að eldunum í Síberíu Rússneskir embættismenn segja að slökkviliðsmenn nái einfaldlega ekki til skógar- og kjarrelda sem geisa á afskekktum svæðum í Síberíu. Talið er að um 30.000 ferkílómetrar lands brenni þar nú. Ódýrara sé að leyfa eldunum eða brenna en að reyna að slökkva þá. AP-fréttastofan segir að þrátt fyrir að eldarnir hafi ekki náð til mannabyggða hafi reykjarmökkurinn áhrif á íbúa í Síberíu, þar á meðal í stórum borgum eins og Novosibirisk, Krasnoyarsk og Tsjíta. Einhverrar vætu er að vænta á svæðunum þar sem eldarnir brenna en líklega ekki nógu mikillar til að ráða niðurlögum þeirra, að mati veðurfræðinga.Fréttin hefur verið uppfærð. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Magn kolefnis sem losnaði í skógar- og kjarreldum á norðurslóðum í júní var sambærilegt við árslosun Svíþjóðar. Fleiri en hundrað eldar hafa geisað á norðurslóðum í sumar, fyrst og fremst í Alaska og Síberíu. Í Alaska hafa verið fordæmalaus sumarhlýindi sem enn standa yfir.Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að um fimmtíu milljónir tonna af koltvísýringi hafi losnað frá eldunum á norðurslóðum í júnímánuði einum saman. Það jafnast á við árslosun Svíþjóðar á gróðurhúsalofttegundum og er meira en losnað hefur frá eldum þar undanfarna átta júnímánuði samanlagt. Washington Post segir að alls hafi 125 milljón tonn koltvísýrings losnað frá eldunum í sumar fram að 28. júlí. Losunin hefur ekki mælst meiri frá því að athuganir af því tagi hófust árið 2003. Ein af ástæðum þess hversu mikið kolefni hefur losnað í eldunum er að þeir hafa brunnið í gegnum kolefnisríkar mómýrar. Mórinn er myndaður úr rotnandi lífrænu efni. Hann hefur þornað upp í hlýindum á norðurslóðum í sumar og orðið afar eldfimur. Eldingar hafa kveikt mikla elda í mýrunum sem brenna lengur en eldar í skóglendi.Reykjarmökkur liggur yfir stórum hluta Síberíu. Gervihnattamynd frá 24. júlí sýnir að reykur þekur um 4,5 milljónir ferkílómetra lands í Mið- og Norður-Asíu.NASAMiklar breytingar á umhverfinu vegna hitans Í Alaska hafa 800.000 hektarar lands brunnið í sumar. Hitinn í ríkinu hefur verið yfir meðaltali á hverjum degi frá 25. apríl og engin mælistöð hefur mælt frost frá því 28. júní. Ekki hefur verið frostlaust svo lengi í Alaska í að minnsta kosti öld. Hitinn á flugvellinum í Anchorage fór í 32°C í fyrsta skipti í sögunni á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Júní var hlýjasti júnímánuður í mælingarsögunni í Alaska og útlit er fyrir að júlí verði hlýjasti mánuðurinn sem þar hefur mælst. Ís og viftur hafa selst upp í búðum og elgir hafa sést leita í úðara í görðum manna til að kæla sig. Hitinn hefur gjörbreytt umhverfinu víða í Alaska. Hafís á Bering- og Tjúktahafi er nær horfinn með tilheyrandi breytingum á veðurfari og erfiðleikum fyrir menn og dýr sem reiða sig á ísinn. Freðmýrinn í Alaska sem breytist jafnan í drullu yfir sumarið er svo þurr í sumar að leiðsögumenn segja að hægt sé að tjalda á henni. Annars staðar stendur vatn í ám óvenjuhátt vegna þess hversu hratt snjó hefur tekið upp og jöklar bráðnað. Norðurslóðir hlýna nú um helmingi hraðar en aðrir staðir á jörðinni vegna losunnar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í Alaska hefur hlýnað um tvær gráður frá því fyrir iðnbyltingu og enn meira í sumum norðlægari hlutum ríkisins. Ekkert lát er á hlýindunum á norðurslóðum. Veðurkerfið sem olli hitabylgjunni í Vestur-Evrópu í síðustu viku hefur nú fært sig norður á bóginn og bræðir Grænlandsjökul enn hraðar en ella. Á Grænlandi hafa eldar einnig brunnið í sumar. Útlit er fyrir að lágmarksútbreiðsla hafíssins á norðurslóðum verði sú minnsta frá því að athuganir hófust í sumar.Reyk frá skógareldunum leggur yfir Tsjíta í austurhluta Síberíu. Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á fimm svæðum, þar á meðal í Írkútsk og Krasnoyarks-héruðum sem liggja norðan Mongólíu.Vísir/APKomast ekki að eldunum í Síberíu Rússneskir embættismenn segja að slökkviliðsmenn nái einfaldlega ekki til skógar- og kjarrelda sem geisa á afskekktum svæðum í Síberíu. Talið er að um 30.000 ferkílómetrar lands brenni þar nú. Ódýrara sé að leyfa eldunum eða brenna en að reyna að slökkva þá. AP-fréttastofan segir að þrátt fyrir að eldarnir hafi ekki náð til mannabyggða hafi reykjarmökkurinn áhrif á íbúa í Síberíu, þar á meðal í stórum borgum eins og Novosibirisk, Krasnoyarsk og Tsjíta. Einhverrar vætu er að vænta á svæðunum þar sem eldarnir brenna en líklega ekki nógu mikillar til að ráða niðurlögum þeirra, að mati veðurfræðinga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17