Fyrsti leikur tímabilsins þar sem Gylfi fær ekki eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Michael Regan Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu. Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu.
Enski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira