Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 09:20 Freyja Haraldsdóttir þegar mál hennar var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55