Mike Pence – aðvörun Halldór Reynisson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Hingað til lands er væntanlegur varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence. Hann er enginn aufúsugestur og af ýmsum ástæðum. Fyrir það fyrsta er hann náinn bandamaður þess Bandaríkjaforseta sem harðast hefur gengið gegn siðmenningu og samfélagsskipan vestrænna ríkja sem komið hefur verið á eftir bitra reynslu tveggja heimsstyrjalda. Í annan stað kemur hann á tíma þegar stefna Bandaríkjanna virðist auka úlfúð í heiminum en ekki draga úr – stefna sem gerir bandarísk stjórnvöld að friðarspillum. Eitt birtingarform þess hráskinnaleiks eru framkvæmdir sem bandaríski herinn hyggst hefja á Keflavíkurflugvelli. Það er samt þriðja ástæðan fyrir því að varast ætti að umgangast þennan mann sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni hér; sú hættulega blanda íhaldssamra stjórnmála og afturhaldssamrar kristni sem nú ríður húsum í Bandaríkjunum. Mike Pence kallar sig „Evangelical“ en það eru kirkjur íhaldssamra hvítra mótmælenda sem mjög eru áberandi í Bandaríkjunum nú um stundir. Hafa þessar kirkjur gengið í vanheilagt hjónaband við sjálfhverfan og barnalegan forseta sem elur á óvild, kynþáttafordómum og er hvorki vinur sannleikans né dygðarinnar. Um 80 af hundraði þessa fólks kusu hann í síðustu forsetakosningum. Margir í þessari hreyfingu eru bókstafstrúar, þó ekki allir. Í vitund þessara íhaldssömu kristnu manna virtist öllum siðgildum til fórnandi að þeirra maður næði því að verða forseti Bandaríkjanna. Á bak við stendur það menningarstríð sem nú geisar þar vestra. Þessir hópar vilja að íhaldssamir dómarar sitji í hæstarétti Bandaríkjanna en til þess að svo megi verða þarf leiðitaman forseta. Að baki er áratuga barátta gegn fóstureyðingum. Sú afstaða er nú skyndilega orðin – að mati þessara íhaldssömu kristnu manna – helsta kennisetning kristninnar, en ekki Gullna reglan eða Kærleiksboðið. Það menningarstríð nær líka í gegnum kirkju- og trúarlíf – til hefur orðið andófshreyfing, „Reclaiming Jesus“, þar sem minnt er á að í kjarna boðskapar Jesú er sátt og fyrirgefning, ekki hatur og útilokun. Hreyfing þessarar íhaldskristni hefur færst mjög í aukana síðustu áratugi. Ég minnist lúthersks prests á ráðstefnu sem ég sótti þar vestra fyrir næstum 40 árum þegar ég var þar í námi í blaðamennsku. Sá hafði miklar áhyggjur af uppgangi þessarar íhaldssömu hreyfingar í bandarísku kirkjulífi með sinn bókstafsskilning og lögmálshyggju. Áhyggjur sem reyndust á rökum reistar. Þessir straumar innan mótmælendakristninnar í Bandaríkjunum hafa lítið álit á biblíulegri fræðimennsku en setja í staðinn bókstafsskilning sem varð til í Bandaríkjunum á 19. öld. Að einhverju leyti hófst þá þessi þróun á því sem má kalla „amerískan kristindóm“ en einn dálkahöfundur Guardian (sem sjálfur er prestur í ensku biskupakirkjunni) hefur bent á að þar setji menn gjarnan „Ameríku“ á stall en ekki Guð. Innan þessarar hreyfingar afneita margir loftslagsvá (þvert á orð Frans páfa), aðhyllast margir byssueign (hinir fyrstu kristnu menn neituðu að gegna herþjónustu í rómverska hernum), gera lítið úr réttindum kvenna og eru á móti samkynhneigðum (samanber kirkjugestinn sem strunsaði út úr Hallgrímskirkju um daginn). Þeir virðast engir sérstakir vinir flóttamanna og útlendinga. Sæluboð Krists eiga þarna ekki upp á pallborðið. Þá hafa orðið til ýmsar skrýtnar hugmyndir í hreyfingunni sem yfirleitt eru ekki byggðar á skotheldri fræðimennsku. Mikið er lagt upp úr Opinberunarbókinni (Lúther vildi helst sleppa henni úr Biblíunni). Trúin verður gjarnan að lögmáli en ekki fagnaðarerindi enda er það kennimark allrar bókstafshyggju. Ein kenningin í hreyfingu íhaldssamra kristinna manna í Bandaríkjunum hefur verið kölluð kristinn Zíonismi. Í þeirri sýn eru atburðir í Mið-Austurlöndum s.s. stofnun Ísraelsríkis tákn um hina síðustu tíma og endurkomu Krists. Íran er t.d. þar í hlutverki hins djöfullega sem reynir að eyða Ísraelsríki þvert á vilja Guðs. Þess vegna styður þessi hreyfing allar gerðir Ísraelsríkis en hunsar málstað Palestínumanna og það þótt margir þeirra séu kristnir. Að einhverju leyti skýrir þetta fjandskap Bandaríkjanna við Íran nú um stundir. Tveir áhrifamenn í bandarísku stjórnkerfi sem hafa verið flokkaðir sem kristnir Zíonistar eru Mike Pence varaforseti og utanríkisráðherrann Mike Pompeo. Hér er um að ræða eitraða blöndu stjórnmála og þokukenndra trúarhugmynda sem þegar hefur haft áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Því ber að vara við að íslensk stjórnvöld leggi lag sitt við fólk sem aðhyllist slíka hugmyndafræði. Í lokin má minna á ljóð Jóns Helgasonar prófessors um þessa áráttu að nudda sér utan í Krist á fölskum forsendum:EF ALLT þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist.Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Trúmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hingað til lands er væntanlegur varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence. Hann er enginn aufúsugestur og af ýmsum ástæðum. Fyrir það fyrsta er hann náinn bandamaður þess Bandaríkjaforseta sem harðast hefur gengið gegn siðmenningu og samfélagsskipan vestrænna ríkja sem komið hefur verið á eftir bitra reynslu tveggja heimsstyrjalda. Í annan stað kemur hann á tíma þegar stefna Bandaríkjanna virðist auka úlfúð í heiminum en ekki draga úr – stefna sem gerir bandarísk stjórnvöld að friðarspillum. Eitt birtingarform þess hráskinnaleiks eru framkvæmdir sem bandaríski herinn hyggst hefja á Keflavíkurflugvelli. Það er samt þriðja ástæðan fyrir því að varast ætti að umgangast þennan mann sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni hér; sú hættulega blanda íhaldssamra stjórnmála og afturhaldssamrar kristni sem nú ríður húsum í Bandaríkjunum. Mike Pence kallar sig „Evangelical“ en það eru kirkjur íhaldssamra hvítra mótmælenda sem mjög eru áberandi í Bandaríkjunum nú um stundir. Hafa þessar kirkjur gengið í vanheilagt hjónaband við sjálfhverfan og barnalegan forseta sem elur á óvild, kynþáttafordómum og er hvorki vinur sannleikans né dygðarinnar. Um 80 af hundraði þessa fólks kusu hann í síðustu forsetakosningum. Margir í þessari hreyfingu eru bókstafstrúar, þó ekki allir. Í vitund þessara íhaldssömu kristnu manna virtist öllum siðgildum til fórnandi að þeirra maður næði því að verða forseti Bandaríkjanna. Á bak við stendur það menningarstríð sem nú geisar þar vestra. Þessir hópar vilja að íhaldssamir dómarar sitji í hæstarétti Bandaríkjanna en til þess að svo megi verða þarf leiðitaman forseta. Að baki er áratuga barátta gegn fóstureyðingum. Sú afstaða er nú skyndilega orðin – að mati þessara íhaldssömu kristnu manna – helsta kennisetning kristninnar, en ekki Gullna reglan eða Kærleiksboðið. Það menningarstríð nær líka í gegnum kirkju- og trúarlíf – til hefur orðið andófshreyfing, „Reclaiming Jesus“, þar sem minnt er á að í kjarna boðskapar Jesú er sátt og fyrirgefning, ekki hatur og útilokun. Hreyfing þessarar íhaldskristni hefur færst mjög í aukana síðustu áratugi. Ég minnist lúthersks prests á ráðstefnu sem ég sótti þar vestra fyrir næstum 40 árum þegar ég var þar í námi í blaðamennsku. Sá hafði miklar áhyggjur af uppgangi þessarar íhaldssömu hreyfingar í bandarísku kirkjulífi með sinn bókstafsskilning og lögmálshyggju. Áhyggjur sem reyndust á rökum reistar. Þessir straumar innan mótmælendakristninnar í Bandaríkjunum hafa lítið álit á biblíulegri fræðimennsku en setja í staðinn bókstafsskilning sem varð til í Bandaríkjunum á 19. öld. Að einhverju leyti hófst þá þessi þróun á því sem má kalla „amerískan kristindóm“ en einn dálkahöfundur Guardian (sem sjálfur er prestur í ensku biskupakirkjunni) hefur bent á að þar setji menn gjarnan „Ameríku“ á stall en ekki Guð. Innan þessarar hreyfingar afneita margir loftslagsvá (þvert á orð Frans páfa), aðhyllast margir byssueign (hinir fyrstu kristnu menn neituðu að gegna herþjónustu í rómverska hernum), gera lítið úr réttindum kvenna og eru á móti samkynhneigðum (samanber kirkjugestinn sem strunsaði út úr Hallgrímskirkju um daginn). Þeir virðast engir sérstakir vinir flóttamanna og útlendinga. Sæluboð Krists eiga þarna ekki upp á pallborðið. Þá hafa orðið til ýmsar skrýtnar hugmyndir í hreyfingunni sem yfirleitt eru ekki byggðar á skotheldri fræðimennsku. Mikið er lagt upp úr Opinberunarbókinni (Lúther vildi helst sleppa henni úr Biblíunni). Trúin verður gjarnan að lögmáli en ekki fagnaðarerindi enda er það kennimark allrar bókstafshyggju. Ein kenningin í hreyfingu íhaldssamra kristinna manna í Bandaríkjunum hefur verið kölluð kristinn Zíonismi. Í þeirri sýn eru atburðir í Mið-Austurlöndum s.s. stofnun Ísraelsríkis tákn um hina síðustu tíma og endurkomu Krists. Íran er t.d. þar í hlutverki hins djöfullega sem reynir að eyða Ísraelsríki þvert á vilja Guðs. Þess vegna styður þessi hreyfing allar gerðir Ísraelsríkis en hunsar málstað Palestínumanna og það þótt margir þeirra séu kristnir. Að einhverju leyti skýrir þetta fjandskap Bandaríkjanna við Íran nú um stundir. Tveir áhrifamenn í bandarísku stjórnkerfi sem hafa verið flokkaðir sem kristnir Zíonistar eru Mike Pence varaforseti og utanríkisráðherrann Mike Pompeo. Hér er um að ræða eitraða blöndu stjórnmála og þokukenndra trúarhugmynda sem þegar hefur haft áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Því ber að vara við að íslensk stjórnvöld leggi lag sitt við fólk sem aðhyllist slíka hugmyndafræði. Í lokin má minna á ljóð Jóns Helgasonar prófessors um þessa áráttu að nudda sér utan í Krist á fölskum forsendum:EF ALLT þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist.Höfundur er prestur
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar