Vilja afleggja golfkort til forréttindahóps Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 16:15 GSÍ-kortin eru þyrnir í augum margra sem reka golfvelli en handhafar þeirra þurfa aðeins að borga málamyndagjald fyrir það að leika vellina. Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna. Golf Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna.
Golf Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira