Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 15:15 Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Vísir/CNSA Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimurinn Kína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.
Geimurinn Kína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira