Gjaldskylda yfir nýja Ölfusárbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 09:45 Svona gæti nyja brúin yfir Ölfusá litið út. Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA. Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA.
Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45
Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30
Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00