Orkustefna í þágu umhverfis Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 27. apríl 2019 10:00 Ísland er orkuríkt land og hefur því mikla möguleika til að nýta auðlindir sínar í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Það er því skylda okkar, sem byggjum þetta land nú um stundir, að stuðla að því að stefna verð sett um orkunýtingu á grænum forsendum. Starfshópur, sem ég sit í, vinnur nú að langtíma orkustefnu fyrir Ísland. Sú stefna á fyrst og fremst að vera út frá loftslagsmarkmiðum landsins. Fær má fyrir því rök að næstu árin séu þau mikilvægustu í sögu mannkyns. Eftir ára- og áratuglangt skeytingarleysi, þar sem hagvöxtur og fjárhagssjónarmið hafa fyrst og fremst ráðið för, er svo komið að grundvallarbreytingar þarf á lífsháttum okkar ef við ætlum að halda jörðinni okkar nokkuð byggilegri fyrir mannkyn. Þjóðir heims hafa tekist á hendur skuldbindingar til að draga úr kolefnisútblæstri með mælanlegum markmiðum til ársins 2030 og ríkisstjórnin hefur þá stefnu að Ísland verðu kolefnishlutlaust árið 2040. Þá er ljóst að árið 2050 þurfa í það minnsta iðnríki að binda meira kolefni en þau losa. Orkustefna Íslands á að varða stefnuna í þessa átt og svara þeirri spurningu hvernig við getum nýtt auðlindir okkar til að ná þessu markmiðum. Þar kemur fyrst og fremst þrennt til. Í fyrsta lagi hvernig við notum orkuna okkar til orkuskipta; í samgöngum á landi og sjó, í atvinnustarfsemi þar sem þess þarf með og við húshitun á þeim svæðum sem enn búa ekki við hitaveitu. Í öðru lagi betri nýtingu á orkunni með því að sporna gegn orkutapi. Það eitt og sér dregur úr þörf á enn frekar orkuöflun. Í þriðja lagi þurfum við að huga að því í hvað orkan okkar er nýtt.Kolefnisfótspor framleiðslunnar Það á nefnilega að vera hluti af orkustefnu að meta kolefnisfótspor orkunnar, frá öflun hennar til lokaframleiðslu þeirrar vöru sem hún er nýtt til. Að mínu viti eigum við að gera þá kröfu að allt ferlið sé kolefnishlutlaust, eða eins nálægt því og hægt er að komast. Ef orka sem gumað er af að sé hrein og græn er notuð til framleiðslu sem eykur við kolefnisfótspor Íslands, þá vinnur það gegn markmiðum þjóðarinnar. Þau eru til sem taka skuldbindingar í kolefnismálum ekki alvarlega og horfa frekar á krónur og aura sem hægt er að græða á orkuframleiðslu og -sölu, óháð nýtingu. Því er til að svara að ef kolefnismarkmið nást ekki þarf að borga í beinhörðum peningum, margar krónur og aura, fyrir losunarheimildir innan ETS-kerfisins. Og þegar að stjórnvöldum kemur þarf Ísland, samkvæmt Parísarsamningnum, að ná 29% samdrætti í losun utan ETS-kerfisins árið 2030, miðað við 2005. Þar er vísað til reglugerðar um sameiginlega ábyrgð. Það kerfi er kallað Það sem stendur utan ETS-kerfisins er samgöngur, landbúnaður, sjávarútvegur og fleira. Ríkisstjórnin stefnir hins vegar hærra, það er að samdrátturinn verði 40%. Sá tími að við eyðum íslenskri orku, sem við teljum umhverfisvæna, í óumhverfisvæna framleiðslu er því einfaldlega liðinn.Útflutningur ekki málið Ef aðeins er stuðst við hagnaðarútreikninga má vel vera að það margborgi sig að leggja sæstreng frá Íslandi og flytja orkuna út. Krónur og aurar í kassann verða kannski meiri þannig, en þá þarf reyndar að gæta þess að horfa heildstætt á málið. Mun útflutningur orku þýða að við drögum síður úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti? Að við þurfum að kaupa losunarheimildir dýrum dómum? Að við getum ekki staðið við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum? Allt þetta þarf að taka með í reikninginn. Á endanum snýst þetta hins vegar um svo miklu meira en krónur og aura. Við höfum tækifæri á því að skapa grænt samfélag á Íslandi; samfélag þar sem kolefnishlutleysi er náð og raunar gott betur, að við bindum meira en við losum. Það næst ekki nema með breyttri hugsun í orkumálum, þar sem við gerum samfélagslegri ábyrgð, í víðast skilningi, hærra undir höfði. Fyrr en ljóst er hvernig við nýtum orkuna til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum eigum við ekki að velta því fyrir okkur hvort við gerum eitthvað annað við hana. Fyrr eigum við ekki einu sinni að velta því fyrir okkur að nýta hana á einhvern annan máta; hvort sem er með sölu til stórnotenda eða útflutnings í stórum stíl. Orkutap er umtalsvert í flutningskerfinu og það er eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar að draga úr því. Þar þarf einnig að horfa til samfélagslegs ávinnings og loftslagsmarkmiða. Það er mun brýnna að nýta orkuauðlindir, sem þegar eru virkjaðar, betur en að brjóta nýjar undir framleiðslu. Í ljósi loftslagsmarkmiða á ekki að vera í boði að á sumum svæðum þurfi að keyra varaflstöðvar á olíu eða jafnvel að olíubrennsla sé hluti daglegrar orkunotkunar. Stór skref hafa þegar verið stigin til að bæta úr, en gera þarf betur. Fyrsta spurningin þegar að því kemur hvort það vanti meiri orku á ákveðin svæði á því alltaf að vera sú hvort hægt sé að nýta þá orku sem þegar er aflað betur. Hvort þurfi að bæta flutningskerfi á viðkomandi svæði til að svo megi verða.Opinbert eignarhald Skuldbindingar okkar í loftslagsmálum eru skuldbindingar samfélagsins alls. Þess vegna er eðlilegt að orkukerfið, hvort sem er framleiðsla eða dreifing, sé í opinberri eigu. Þannig er best tryggt að ekki bara krónur og aurar fyrir hverja framkvæmd ráði för, heldur ráði heildarsýn ávallt för. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún hyggist flytja Landsnet úr eigu orkufyrirtækja í opinbera eigu ríkissjóðs. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra. Hið sama gildir um framleiðslu orku. Landsvirkjun er langstærsti raforkuframleiðandi landsins og í ljósi samfélagslegs mikilvægis fyrirtækisins á það að vera að fullu í eigu ríkisins. Því miður var eitt af stóru orkufyrirtækjunum, HS Orka, einkavætt en vonir standa nú til að lífeyrissjóðirnir eignist það að mestu. Við, sem trúum því að ríkið fari með eignarhald fyrir hönd þjóðarinnar, eigum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar fyrir því að orkukerfi landsins verði í opinberri eigu og best væri ef hægt væri að festa það í lög til framtíðar. Þá hlýtur það að vera kappsmál öllum sem vilja að yfirráð yfir auðlindum landsins séu í höndum okkar sjálfra, að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrána.Virkjun er virkjun Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fyrirtæki hafi fest kaup á vatnsréttindum víða um land til að reisa þar virkjanir. Þá er þess gætt að þær séu ekki meira en 9,9 MW, teljist s.s. til smávirkjana, og þurfi því ekki að fara í gegnum sama ferli og stærri virkjanir. Smávirkjanir eru góðra gjalda verðar og það ber að stuðla að því að hægt sé að vera með staðbundinna lausna þegar að raforkuframleiðslu kemur. Það að miða smávirkjanir við 9,9 MW er hins vegar nokkuð vel í lagt, svo ekki sé meira sagt. Virkjun af þeirri stærðargráðu getur vel haft jafn mikil umhverfisáhrif og mun stærri virkjun, en vegna þessara viðmið í lögum fer hún í annað ferli.Eðlilegt viðmið smávirkjana á að vera 1-2 MW, þegar að vatnsaflsvirkjunum kemur. Það er mun nær þeirri hugsun sem að baki býr; að hægt sé að virkja bæjarlækinn sem getur verið umhverfisvænni lausn en orkuflutningur um langan veg. Smávirkjanir eiga ekki að vera til þess að hægt sé að fara í raforkuframleiðslu í stórum stíl fram hjá þeim ferlum sem við höfum búið til varðandi orkuöflun. Ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem alfarið eru í þeirra eigu er, samkvæmt vatnalögum, er óheimilt að framselja beint eða óbeint og með varanlegum hætti eignarrétt að vatni sem hefur að geyma virkjanlegt magn umfram 10 MW. Samhliða breytingu á skilgreiningu smávirkjana þarf að breyta þessu ákvæði þannig að miðað verði við 1 til 2 MW, eftir því hver nákvæm mörk smávirkjana verða, að óheimilt sé að framselja eignarrétt að vatni með meira virkjanlegu magni en það frá hinu opinbera.Grænt samfélag Hér hefur verið farið um víðan völl, enda af nógu að taka. Í grunninn á orkustefna, að mínu mati, að snúast um að byggja upp grænt samfélag. Við eigum að nýta orkuna okkar til að ná loftslagsmarkmiðum og til að stuðla að grænni framleiðslu.Þannig á að horfa til kolefnisfótspors alls ferilsins, frá orkuöflun til framleiðsluvöru á markaði, þegar ákvarðanir eru teknar um orkunýtingu. Uppbygging grænnar atvinnustarfsemi á að vera í forgangi og við eigum jafnvel að nýta okkur opinbert eignarhald til þeirra ívilnana í þá veru sem við getum komið á. Er til dæmis samfélagslegur ávinningur meiri af niðurgreiðslu á flutningi rafmagns til grænmetisframleiðslu en orkusölu til að grafa eftir rafmynt, þó hærra verð fengist fyrir það síðarnefnda? Í gegnum opinbert eignarhald eigum við að nýta orkukerfið til orkuskipta og tryggja aðgang að rafmagni um allt land. Öll orkuframleiðsla þarf að lúta ströngum umhverfiskröfum og lækka þarf viðmiðunarmörk smávirkjana. Orkuna okkar eigum við að nýta til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum, ekki til að flytja út í gegnum sæstreng. Við eigum að nýta orku landsins til að gera Ísland kolefnishlutlaust. Um það á orkustefnan að snúast.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er orkuríkt land og hefur því mikla möguleika til að nýta auðlindir sínar í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Það er því skylda okkar, sem byggjum þetta land nú um stundir, að stuðla að því að stefna verð sett um orkunýtingu á grænum forsendum. Starfshópur, sem ég sit í, vinnur nú að langtíma orkustefnu fyrir Ísland. Sú stefna á fyrst og fremst að vera út frá loftslagsmarkmiðum landsins. Fær má fyrir því rök að næstu árin séu þau mikilvægustu í sögu mannkyns. Eftir ára- og áratuglangt skeytingarleysi, þar sem hagvöxtur og fjárhagssjónarmið hafa fyrst og fremst ráðið för, er svo komið að grundvallarbreytingar þarf á lífsháttum okkar ef við ætlum að halda jörðinni okkar nokkuð byggilegri fyrir mannkyn. Þjóðir heims hafa tekist á hendur skuldbindingar til að draga úr kolefnisútblæstri með mælanlegum markmiðum til ársins 2030 og ríkisstjórnin hefur þá stefnu að Ísland verðu kolefnishlutlaust árið 2040. Þá er ljóst að árið 2050 þurfa í það minnsta iðnríki að binda meira kolefni en þau losa. Orkustefna Íslands á að varða stefnuna í þessa átt og svara þeirri spurningu hvernig við getum nýtt auðlindir okkar til að ná þessu markmiðum. Þar kemur fyrst og fremst þrennt til. Í fyrsta lagi hvernig við notum orkuna okkar til orkuskipta; í samgöngum á landi og sjó, í atvinnustarfsemi þar sem þess þarf með og við húshitun á þeim svæðum sem enn búa ekki við hitaveitu. Í öðru lagi betri nýtingu á orkunni með því að sporna gegn orkutapi. Það eitt og sér dregur úr þörf á enn frekar orkuöflun. Í þriðja lagi þurfum við að huga að því í hvað orkan okkar er nýtt.Kolefnisfótspor framleiðslunnar Það á nefnilega að vera hluti af orkustefnu að meta kolefnisfótspor orkunnar, frá öflun hennar til lokaframleiðslu þeirrar vöru sem hún er nýtt til. Að mínu viti eigum við að gera þá kröfu að allt ferlið sé kolefnishlutlaust, eða eins nálægt því og hægt er að komast. Ef orka sem gumað er af að sé hrein og græn er notuð til framleiðslu sem eykur við kolefnisfótspor Íslands, þá vinnur það gegn markmiðum þjóðarinnar. Þau eru til sem taka skuldbindingar í kolefnismálum ekki alvarlega og horfa frekar á krónur og aura sem hægt er að græða á orkuframleiðslu og -sölu, óháð nýtingu. Því er til að svara að ef kolefnismarkmið nást ekki þarf að borga í beinhörðum peningum, margar krónur og aura, fyrir losunarheimildir innan ETS-kerfisins. Og þegar að stjórnvöldum kemur þarf Ísland, samkvæmt Parísarsamningnum, að ná 29% samdrætti í losun utan ETS-kerfisins árið 2030, miðað við 2005. Þar er vísað til reglugerðar um sameiginlega ábyrgð. Það kerfi er kallað Það sem stendur utan ETS-kerfisins er samgöngur, landbúnaður, sjávarútvegur og fleira. Ríkisstjórnin stefnir hins vegar hærra, það er að samdrátturinn verði 40%. Sá tími að við eyðum íslenskri orku, sem við teljum umhverfisvæna, í óumhverfisvæna framleiðslu er því einfaldlega liðinn.Útflutningur ekki málið Ef aðeins er stuðst við hagnaðarútreikninga má vel vera að það margborgi sig að leggja sæstreng frá Íslandi og flytja orkuna út. Krónur og aurar í kassann verða kannski meiri þannig, en þá þarf reyndar að gæta þess að horfa heildstætt á málið. Mun útflutningur orku þýða að við drögum síður úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti? Að við þurfum að kaupa losunarheimildir dýrum dómum? Að við getum ekki staðið við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum? Allt þetta þarf að taka með í reikninginn. Á endanum snýst þetta hins vegar um svo miklu meira en krónur og aura. Við höfum tækifæri á því að skapa grænt samfélag á Íslandi; samfélag þar sem kolefnishlutleysi er náð og raunar gott betur, að við bindum meira en við losum. Það næst ekki nema með breyttri hugsun í orkumálum, þar sem við gerum samfélagslegri ábyrgð, í víðast skilningi, hærra undir höfði. Fyrr en ljóst er hvernig við nýtum orkuna til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum eigum við ekki að velta því fyrir okkur hvort við gerum eitthvað annað við hana. Fyrr eigum við ekki einu sinni að velta því fyrir okkur að nýta hana á einhvern annan máta; hvort sem er með sölu til stórnotenda eða útflutnings í stórum stíl. Orkutap er umtalsvert í flutningskerfinu og það er eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar að draga úr því. Þar þarf einnig að horfa til samfélagslegs ávinnings og loftslagsmarkmiða. Það er mun brýnna að nýta orkuauðlindir, sem þegar eru virkjaðar, betur en að brjóta nýjar undir framleiðslu. Í ljósi loftslagsmarkmiða á ekki að vera í boði að á sumum svæðum þurfi að keyra varaflstöðvar á olíu eða jafnvel að olíubrennsla sé hluti daglegrar orkunotkunar. Stór skref hafa þegar verið stigin til að bæta úr, en gera þarf betur. Fyrsta spurningin þegar að því kemur hvort það vanti meiri orku á ákveðin svæði á því alltaf að vera sú hvort hægt sé að nýta þá orku sem þegar er aflað betur. Hvort þurfi að bæta flutningskerfi á viðkomandi svæði til að svo megi verða.Opinbert eignarhald Skuldbindingar okkar í loftslagsmálum eru skuldbindingar samfélagsins alls. Þess vegna er eðlilegt að orkukerfið, hvort sem er framleiðsla eða dreifing, sé í opinberri eigu. Þannig er best tryggt að ekki bara krónur og aurar fyrir hverja framkvæmd ráði för, heldur ráði heildarsýn ávallt för. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún hyggist flytja Landsnet úr eigu orkufyrirtækja í opinbera eigu ríkissjóðs. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra. Hið sama gildir um framleiðslu orku. Landsvirkjun er langstærsti raforkuframleiðandi landsins og í ljósi samfélagslegs mikilvægis fyrirtækisins á það að vera að fullu í eigu ríkisins. Því miður var eitt af stóru orkufyrirtækjunum, HS Orka, einkavætt en vonir standa nú til að lífeyrissjóðirnir eignist það að mestu. Við, sem trúum því að ríkið fari með eignarhald fyrir hönd þjóðarinnar, eigum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar fyrir því að orkukerfi landsins verði í opinberri eigu og best væri ef hægt væri að festa það í lög til framtíðar. Þá hlýtur það að vera kappsmál öllum sem vilja að yfirráð yfir auðlindum landsins séu í höndum okkar sjálfra, að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrána.Virkjun er virkjun Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fyrirtæki hafi fest kaup á vatnsréttindum víða um land til að reisa þar virkjanir. Þá er þess gætt að þær séu ekki meira en 9,9 MW, teljist s.s. til smávirkjana, og þurfi því ekki að fara í gegnum sama ferli og stærri virkjanir. Smávirkjanir eru góðra gjalda verðar og það ber að stuðla að því að hægt sé að vera með staðbundinna lausna þegar að raforkuframleiðslu kemur. Það að miða smávirkjanir við 9,9 MW er hins vegar nokkuð vel í lagt, svo ekki sé meira sagt. Virkjun af þeirri stærðargráðu getur vel haft jafn mikil umhverfisáhrif og mun stærri virkjun, en vegna þessara viðmið í lögum fer hún í annað ferli.Eðlilegt viðmið smávirkjana á að vera 1-2 MW, þegar að vatnsaflsvirkjunum kemur. Það er mun nær þeirri hugsun sem að baki býr; að hægt sé að virkja bæjarlækinn sem getur verið umhverfisvænni lausn en orkuflutningur um langan veg. Smávirkjanir eiga ekki að vera til þess að hægt sé að fara í raforkuframleiðslu í stórum stíl fram hjá þeim ferlum sem við höfum búið til varðandi orkuöflun. Ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem alfarið eru í þeirra eigu er, samkvæmt vatnalögum, er óheimilt að framselja beint eða óbeint og með varanlegum hætti eignarrétt að vatni sem hefur að geyma virkjanlegt magn umfram 10 MW. Samhliða breytingu á skilgreiningu smávirkjana þarf að breyta þessu ákvæði þannig að miðað verði við 1 til 2 MW, eftir því hver nákvæm mörk smávirkjana verða, að óheimilt sé að framselja eignarrétt að vatni með meira virkjanlegu magni en það frá hinu opinbera.Grænt samfélag Hér hefur verið farið um víðan völl, enda af nógu að taka. Í grunninn á orkustefna, að mínu mati, að snúast um að byggja upp grænt samfélag. Við eigum að nýta orkuna okkar til að ná loftslagsmarkmiðum og til að stuðla að grænni framleiðslu.Þannig á að horfa til kolefnisfótspors alls ferilsins, frá orkuöflun til framleiðsluvöru á markaði, þegar ákvarðanir eru teknar um orkunýtingu. Uppbygging grænnar atvinnustarfsemi á að vera í forgangi og við eigum jafnvel að nýta okkur opinbert eignarhald til þeirra ívilnana í þá veru sem við getum komið á. Er til dæmis samfélagslegur ávinningur meiri af niðurgreiðslu á flutningi rafmagns til grænmetisframleiðslu en orkusölu til að grafa eftir rafmynt, þó hærra verð fengist fyrir það síðarnefnda? Í gegnum opinbert eignarhald eigum við að nýta orkukerfið til orkuskipta og tryggja aðgang að rafmagni um allt land. Öll orkuframleiðsla þarf að lúta ströngum umhverfiskröfum og lækka þarf viðmiðunarmörk smávirkjana. Orkuna okkar eigum við að nýta til þess að ná markmiðum í loftslagsmálum, ekki til að flytja út í gegnum sæstreng. Við eigum að nýta orku landsins til að gera Ísland kolefnishlutlaust. Um það á orkustefnan að snúast.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar