Steindi frumsýnir fyrsta sýnishorn: „Ég varð farþegi í eigin sjónvarpsþætti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 17:00 Steindi tekur alvarlegri nálgun á nýju þættina heldur en fyrri verkefni. Stöð 2 Út er komin fyrsta stikla fyrir nýjustu þætti Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. Þættirnir bera heitið Góðir landsmenn og eru öllu alvarlegri en það sem áður hefur sést úr smiðju Steinda. Þættirnir verða frumsýndir á Stöð 2 um miðjan september. Steindi er hvað þekktastur fyrir grín og glens. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með tímamótasketsaþáttunum Steindinn okkar. Eins hefur hann verið viðriðinn framleiðslu á þáttum á borð við Steypustöðinni og Draumunum, auk þess sem hann er einn þriggja stjórnenda í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957. Þættirnir eru að upplagi viðtals- og heimildaþættir. Fjalla þættirnir um venjulegt fólk á Íslandi, eins og Steindi sagði sjálfur í samtali við Vísi. „Við tölum við bændur, mjólkurfræðinga, aukaleikara og fleira,“ segir Steindi sem segir það hafa komið sér rækilega á óvart hversu erfitt reyndist að taka venjuleg viðtöl. Þáttunum er leikstýrt af Gauki Úlfarssyni sem hefur getið sér gott orð í bransanum. Hefur hann meðal annars leikstýrt heimildamyndinni Gnarr, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um grínistann ástsæla og fyrrverandi borgarstjórann Jón Gnarr.Þættirnir rúmt ár í vinnslu Steindi segir þá félaga hafa unnið að þáttunum í rúmlega eitt ár.Þátturinn tekur ansi óvænta stefnu.Stöð 2„Upprunalega þá fórum við af stað með sjónvarpsseríu sem átti að vera heimilda- og viðtalsþáttur, en þeir enda á að þróast í allt aðra átt. Ég varð í rauninni farþegi í eigin sjónvarpsþætti,“ segir Steindi. Hann segist eiga erfitt með að koma efnistökum þáttanna í orð og það sé virkilega erfitt að útskýra hvað þeir ganga út á. „Þetta er eiginlega bara ferðalag og ég man ekki eftir því að hafa verið svona spenntur fyrir sjónvarpsseríu. Það er mikil vinna á bak við hana og stórt hjarta,“ segir Steinþór. „Við lofum mjög frumlegri og öðruvísi seríu.“ Sjón er sögu ríkari en stikluna, sem er stórskemmtileg og lofar virkilega góðu, má sjá hér að neðan.Klippa: Góðir landsmenn - fyrsta sýnishornÁ Facebook-síðu Stöðvar 2 má síðan finna leik tengdan þættinum þar sem lesendum gefst tækifæri á því að vinna flug til Evrópu og fleira. Góðir landsmenn Tengdar fréttir Gummi Ben í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur Sjónvarpsmaðurinn, bareigandinn og íþróttalýsandinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, mun stýra nýjum skemmtiþætti sem sýndur verður í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. 8. ágúst 2019 16:14 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Út er komin fyrsta stikla fyrir nýjustu þætti Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. Þættirnir bera heitið Góðir landsmenn og eru öllu alvarlegri en það sem áður hefur sést úr smiðju Steinda. Þættirnir verða frumsýndir á Stöð 2 um miðjan september. Steindi er hvað þekktastur fyrir grín og glens. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með tímamótasketsaþáttunum Steindinn okkar. Eins hefur hann verið viðriðinn framleiðslu á þáttum á borð við Steypustöðinni og Draumunum, auk þess sem hann er einn þriggja stjórnenda í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957. Þættirnir eru að upplagi viðtals- og heimildaþættir. Fjalla þættirnir um venjulegt fólk á Íslandi, eins og Steindi sagði sjálfur í samtali við Vísi. „Við tölum við bændur, mjólkurfræðinga, aukaleikara og fleira,“ segir Steindi sem segir það hafa komið sér rækilega á óvart hversu erfitt reyndist að taka venjuleg viðtöl. Þáttunum er leikstýrt af Gauki Úlfarssyni sem hefur getið sér gott orð í bransanum. Hefur hann meðal annars leikstýrt heimildamyndinni Gnarr, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um grínistann ástsæla og fyrrverandi borgarstjórann Jón Gnarr.Þættirnir rúmt ár í vinnslu Steindi segir þá félaga hafa unnið að þáttunum í rúmlega eitt ár.Þátturinn tekur ansi óvænta stefnu.Stöð 2„Upprunalega þá fórum við af stað með sjónvarpsseríu sem átti að vera heimilda- og viðtalsþáttur, en þeir enda á að þróast í allt aðra átt. Ég varð í rauninni farþegi í eigin sjónvarpsþætti,“ segir Steindi. Hann segist eiga erfitt með að koma efnistökum þáttanna í orð og það sé virkilega erfitt að útskýra hvað þeir ganga út á. „Þetta er eiginlega bara ferðalag og ég man ekki eftir því að hafa verið svona spenntur fyrir sjónvarpsseríu. Það er mikil vinna á bak við hana og stórt hjarta,“ segir Steinþór. „Við lofum mjög frumlegri og öðruvísi seríu.“ Sjón er sögu ríkari en stikluna, sem er stórskemmtileg og lofar virkilega góðu, má sjá hér að neðan.Klippa: Góðir landsmenn - fyrsta sýnishornÁ Facebook-síðu Stöðvar 2 má síðan finna leik tengdan þættinum þar sem lesendum gefst tækifæri á því að vinna flug til Evrópu og fleira.
Góðir landsmenn Tengdar fréttir Gummi Ben í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur Sjónvarpsmaðurinn, bareigandinn og íþróttalýsandinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, mun stýra nýjum skemmtiþætti sem sýndur verður í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. 8. ágúst 2019 16:14 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Gummi Ben í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur Sjónvarpsmaðurinn, bareigandinn og íþróttalýsandinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, mun stýra nýjum skemmtiþætti sem sýndur verður í beinni á föstudagskvöldum á Stöð 2 í vetur. 8. ágúst 2019 16:14