Leiknir aðeins þremur stigum frá 2. sæti eftir dramatískan sigur á Þrótti | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2019 19:59 Kristján Páll Jónsson lagði upp sigurmark Leiknis. vísir/ernir Ernir Bjarnason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í 17. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Ernir skoraði sigurmark Leiknismanna þegar mínúta var til leiksloka. Breiðhyltingar eru áfram í 4. sæti deildarinnar en eru nú aðeins þremur stigum frá 2. sætinu. Leiknir hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð. Þróttarar hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og eru í 8. sæti deildarinnar. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom Leikni yfir á 11. mínútu eftir sendingu Ingólfs Sigurðssonar. Lárus Björnsson jafnaði í 1-1 á 67. mínútu og allt stefndi í jafntefli. En Ernir var á öðru máli eins og fyrr sagði. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Leiknir 2-1 Þróttur Fjölnir og Grótta gerðu markalaust jafntefli í toppslag á Extra-vellinum í Grafarvogi. Þetta var þriðja jafntefli Fjölnismanna í röð og fjórða jafntefli Seltirninga í síðustu fimm leikjum. Fjölnir er með 35 stig á toppi deildarinnar en Grótta er í 3. sæti með 31 stig, einu stigi á eftir Þór sem er í 2. sætinu. Rick Ten Voorde bjargaði stigi fyrir Þórsara gegn Haukum fyrir norðan þegar hann skoraði úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var fimmta mark hollenska framherjans fyrir Þór í aðeins sjö leikjum. Aron Freyr Róbertsson skoraði mark Hauka úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Hafnfirðingar eru í 10. sæti deildarinnar með 15 stig. Magni getur sent Hauka í fallsæti með því að vinna Aftureldingu í lokaleik 17. umferðar á morgun. Þá tryggði glæsilegt mark Dags Inga Valssonar Keflavík sigur á Víkingi Ó., 2-1, suður með sjó. Staðan var 1-1 í hálfleik en bæði mörkin komu úr vítum. Adold Bitegeko kom Keflvíkingum yfir á 23. mínútu en Harley Willard jafnaði fyrir Ólsara sjö mínútum síðar. Á 71. mínútu skoraði Dagur Ingi sigurmarkið með góðu skoti eftir að hafa leikið á varnarmann gestanna. Með sigrinum komst Keflavík upp fyrir Víking í 6. sæti deildarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Ernir Bjarnason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í 17. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Ernir skoraði sigurmark Leiknismanna þegar mínúta var til leiksloka. Breiðhyltingar eru áfram í 4. sæti deildarinnar en eru nú aðeins þremur stigum frá 2. sætinu. Leiknir hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð. Þróttarar hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og eru í 8. sæti deildarinnar. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom Leikni yfir á 11. mínútu eftir sendingu Ingólfs Sigurðssonar. Lárus Björnsson jafnaði í 1-1 á 67. mínútu og allt stefndi í jafntefli. En Ernir var á öðru máli eins og fyrr sagði. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Leiknir 2-1 Þróttur Fjölnir og Grótta gerðu markalaust jafntefli í toppslag á Extra-vellinum í Grafarvogi. Þetta var þriðja jafntefli Fjölnismanna í röð og fjórða jafntefli Seltirninga í síðustu fimm leikjum. Fjölnir er með 35 stig á toppi deildarinnar en Grótta er í 3. sæti með 31 stig, einu stigi á eftir Þór sem er í 2. sætinu. Rick Ten Voorde bjargaði stigi fyrir Þórsara gegn Haukum fyrir norðan þegar hann skoraði úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var fimmta mark hollenska framherjans fyrir Þór í aðeins sjö leikjum. Aron Freyr Róbertsson skoraði mark Hauka úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Hafnfirðingar eru í 10. sæti deildarinnar með 15 stig. Magni getur sent Hauka í fallsæti með því að vinna Aftureldingu í lokaleik 17. umferðar á morgun. Þá tryggði glæsilegt mark Dags Inga Valssonar Keflavík sigur á Víkingi Ó., 2-1, suður með sjó. Staðan var 1-1 í hálfleik en bæði mörkin komu úr vítum. Adold Bitegeko kom Keflvíkingum yfir á 23. mínútu en Harley Willard jafnaði fyrir Ólsara sjö mínútum síðar. Á 71. mínútu skoraði Dagur Ingi sigurmarkið með góðu skoti eftir að hafa leikið á varnarmann gestanna. Með sigrinum komst Keflavík upp fyrir Víking í 6. sæti deildarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira