Fjölbreytt dagskrá á lokadegi Hinsegin daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 19:29 Lagt verður af stað á morgun frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00. vísir/Friðrik Þór Haldórsson Hápunktur Hinsegin daga verður á morgun þegar gleðigangan verður gengin frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð. Það mun marka 20. skipti sem gangan er gengin hér á landi og verða mikil hátíðarhöld. Þó verður margt annað sem hægt verður að gera á vegum Hinsegin daga á morgun og byrjar opinber dagskrá hátíðarhaldanna klukkan 11:30.Hinsegin dagarPride Zumba PartýDansveislan byrjar klukkan 11:30 og fer fram í World Class Laugum. Frikki og Anna úr Dans og Kúltúr munu leiða dansinn og hægt er að skrá sig í tímann á heimasíðu World Class. Það er frítt inn og öll velkomin. Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.BubblubrönsHinsegin dagar og Pink Iceland standa fyrir sérstökum bubblubröns fyrir þátttakendur hátíðarhalda Hinsegin daga. Árbíturinn byrjar klukkan 12:30 á Geira Smart og verða freyðandi mímósur bornar fram með matnum. Borga þarf inn á brönsinn.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.Frá gleðigöngunni í fyrra.vísir/Friðrik Þór HaldórssonUpphitun fyrir gleðigöngunaHitað verður upp fyrir gönguna á regnbogagötunni Klapparstíg þar sem tónlist mun óma frá kl. 12:00.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78Sýningin fagnar hinsegin listafólki og er lögð áhersla á tíu íslenskar listamanneskjur sem hafa haldið sýningar frá 1984. Flest þessara listamanneskja eiga það sameiginlegt að hafa aldrei hlotið mikla athygli frá einstaklingum utan hinsegin samfélagsins. Sýningin er haldin í Grófarhúsi og opnar á morgun klukkan 13:00. Hún verður opin til klukkan 17:00 og kostar ekkert að fara inn á sýninguna.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburðiGleðiganganHinsegin fólk mun sameinast í gleðigöngunni sem gengin verður frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 14:00. Uppstilling atriða fyrir gönguna hefst klukkan 12:00 við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti, eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og inn í Hljómskálagarðinn við Sóleyjargötu. Sjúkrabíll verður staðsettur í Vonarstræti og á að vera auðvelt að komast til og frá honum. Einnig verður sjúkraflutningamanneskja á vélhjóli á eftir göngunni svo hægt sé að nálgast atriði eða áhorfendur auðveldlega.Búast má við að það verði fjölmennt í miðbæ Reykjavíkur á morgun.vísir/Friðrik Þór HaldórssonÚtihátíðEftir að gleðigöngunni lýkur verða mikil hátíðarhöld í Hljómskálagarðinum þar sem skemmtikraftar og hljómsveitir munu stíga á svið og fagna fjölbreytileikanum.Gestum í hjólastólum er bent á að nýta sér sérstakan aðgengispall fyrir framan sviðið. Athugið að takmarkað pláss er á pallinum og því er rétt að mæta tímanlega.Hinsegin án landamæra: Róttækur fundurFundurinn er óformlegur og er á honum áætlað að ræða óréttlæti og ofbeldi gegn hinsegin fólki á Íslandi. Fundurinn er haldinn í Andrými á Bergþórugötu og hefst hann klukkan 19:00.Ekki er hjólastólaaðgengi á þessum fundi.Pride Partý GauksinsGaukurinn ætlar að bjóða öllum sem eru hinsegin, stuðningsfólki og vinum að koma saman og halda upp á síðasta kvöld Hinsegin daga 2019. Ekki þarf að greiða sig inn, tilboð verða á barnum og DJ Villiljós mun sjá um tónlistina. Partýið byrjar klukkan 22:00.Ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.Opnunarhátíð Hinsegin daga árið 2018.Hinsegin dagarReykjavík Pride Party 2019Páll Óskar mun halda uppi fjörinu og ljúka Hinsegin dögum með stæl. Partýið verður haldið í Austurbæ og byrjar klukkan 23:00. Það er 20 ára aldurstakmark inn á fjörið og hægt er að kaupa miða hér.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.Love is the message – CURIOUS Dj‘sStuðið heldur áfram en Love is the message hefst á miðnætti á Curious í Hafnarstræti þar sem ýmsir plötusnúðar munu koma saman til að halda partýinu gangandi.Strætósamgöngur Vegna væntanlegs álags verða nokkrir aukavagnar tiltækir til að bregðast við álaginu en vegna götulokana verða nokkrar leiðir Strætó að aka hjáleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 munu aka Snorrabraut til og frá Hlemmi í stað þess að fara Sæbrautina. Leiðir 11, 12 og 13 munu aka Snorrabraut og Gömlu Hringbraut til og frá Hlemmi. Auk þess mun leið 13 ekki geta ekið um Hofsvallagötu á leið sinni að Öldugranda. Þær biðstöðvar sem varða óvirkar á milli klukkan 10:00 og 18:00 eru eftirfarandi: Sæbraut/Frakkastígur, Sæbraut/Vitastígur, Harpa, Lækjartorg, Ráðhús Reykjavíkur, Fríkirkjuvegur, Menntaskólinn í Reykjavík – MR, Arnarhóll/Lækjartorg, Hofsvallagata/Hávallagata (í átt að Öldugranda) og Hofsvallagata/Hringbraut (í átt að Öldugranda). Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. 6. ágúst 2019 14:10 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hápunktur Hinsegin daga verður á morgun þegar gleðigangan verður gengin frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð. Það mun marka 20. skipti sem gangan er gengin hér á landi og verða mikil hátíðarhöld. Þó verður margt annað sem hægt verður að gera á vegum Hinsegin daga á morgun og byrjar opinber dagskrá hátíðarhaldanna klukkan 11:30.Hinsegin dagarPride Zumba PartýDansveislan byrjar klukkan 11:30 og fer fram í World Class Laugum. Frikki og Anna úr Dans og Kúltúr munu leiða dansinn og hægt er að skrá sig í tímann á heimasíðu World Class. Það er frítt inn og öll velkomin. Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.BubblubrönsHinsegin dagar og Pink Iceland standa fyrir sérstökum bubblubröns fyrir þátttakendur hátíðarhalda Hinsegin daga. Árbíturinn byrjar klukkan 12:30 á Geira Smart og verða freyðandi mímósur bornar fram með matnum. Borga þarf inn á brönsinn.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.Frá gleðigöngunni í fyrra.vísir/Friðrik Þór HaldórssonUpphitun fyrir gleðigöngunaHitað verður upp fyrir gönguna á regnbogagötunni Klapparstíg þar sem tónlist mun óma frá kl. 12:00.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78Sýningin fagnar hinsegin listafólki og er lögð áhersla á tíu íslenskar listamanneskjur sem hafa haldið sýningar frá 1984. Flest þessara listamanneskja eiga það sameiginlegt að hafa aldrei hlotið mikla athygli frá einstaklingum utan hinsegin samfélagsins. Sýningin er haldin í Grófarhúsi og opnar á morgun klukkan 13:00. Hún verður opin til klukkan 17:00 og kostar ekkert að fara inn á sýninguna.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburðiGleðiganganHinsegin fólk mun sameinast í gleðigöngunni sem gengin verður frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 14:00. Uppstilling atriða fyrir gönguna hefst klukkan 12:00 við Hallgrímskirkju. Gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti, eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og inn í Hljómskálagarðinn við Sóleyjargötu. Sjúkrabíll verður staðsettur í Vonarstræti og á að vera auðvelt að komast til og frá honum. Einnig verður sjúkraflutningamanneskja á vélhjóli á eftir göngunni svo hægt sé að nálgast atriði eða áhorfendur auðveldlega.Búast má við að það verði fjölmennt í miðbæ Reykjavíkur á morgun.vísir/Friðrik Þór HaldórssonÚtihátíðEftir að gleðigöngunni lýkur verða mikil hátíðarhöld í Hljómskálagarðinum þar sem skemmtikraftar og hljómsveitir munu stíga á svið og fagna fjölbreytileikanum.Gestum í hjólastólum er bent á að nýta sér sérstakan aðgengispall fyrir framan sviðið. Athugið að takmarkað pláss er á pallinum og því er rétt að mæta tímanlega.Hinsegin án landamæra: Róttækur fundurFundurinn er óformlegur og er á honum áætlað að ræða óréttlæti og ofbeldi gegn hinsegin fólki á Íslandi. Fundurinn er haldinn í Andrými á Bergþórugötu og hefst hann klukkan 19:00.Ekki er hjólastólaaðgengi á þessum fundi.Pride Partý GauksinsGaukurinn ætlar að bjóða öllum sem eru hinsegin, stuðningsfólki og vinum að koma saman og halda upp á síðasta kvöld Hinsegin daga 2019. Ekki þarf að greiða sig inn, tilboð verða á barnum og DJ Villiljós mun sjá um tónlistina. Partýið byrjar klukkan 22:00.Ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.Opnunarhátíð Hinsegin daga árið 2018.Hinsegin dagarReykjavík Pride Party 2019Páll Óskar mun halda uppi fjörinu og ljúka Hinsegin dögum með stæl. Partýið verður haldið í Austurbæ og byrjar klukkan 23:00. Það er 20 ára aldurstakmark inn á fjörið og hægt er að kaupa miða hér.Það er hjólastólaaðgengi á þessum viðburði.Love is the message – CURIOUS Dj‘sStuðið heldur áfram en Love is the message hefst á miðnætti á Curious í Hafnarstræti þar sem ýmsir plötusnúðar munu koma saman til að halda partýinu gangandi.Strætósamgöngur Vegna væntanlegs álags verða nokkrir aukavagnar tiltækir til að bregðast við álaginu en vegna götulokana verða nokkrar leiðir Strætó að aka hjáleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 munu aka Snorrabraut til og frá Hlemmi í stað þess að fara Sæbrautina. Leiðir 11, 12 og 13 munu aka Snorrabraut og Gömlu Hringbraut til og frá Hlemmi. Auk þess mun leið 13 ekki geta ekið um Hofsvallagötu á leið sinni að Öldugranda. Þær biðstöðvar sem varða óvirkar á milli klukkan 10:00 og 18:00 eru eftirfarandi: Sæbraut/Frakkastígur, Sæbraut/Vitastígur, Harpa, Lækjartorg, Ráðhús Reykjavíkur, Fríkirkjuvegur, Menntaskólinn í Reykjavík – MR, Arnarhóll/Lækjartorg, Hofsvallagata/Hávallagata (í átt að Öldugranda) og Hofsvallagata/Hringbraut (í átt að Öldugranda).
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. 6. ágúst 2019 14:10 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. 6. ágúst 2019 14:10