Íslenski boltinn

Agla María framlengir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agla María og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn.
Agla María og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn. mynd/blikar.is
Agla María Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Landsliðskonan varð Íslands- og bikarmeistari með Blikum í fyrra. Agla María er uppalin hjá Breiðabliki en lék með Val og Stjörnunni áður en hún fór aftur í Kópavoginn.

Agla María hefur leikið 60 leiki í efstu deild og skorað 18 mörk. Síðasta sumar skoraði hún átta mörk í 18 deildarleikjum með Breiðabliki.

Agla María, sem er fædd árið 1999, hefur leikið 23 landsleiki og skorað tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×