Skotar ósannfærandi gegn versta liði heims Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. mars 2019 19:06 Skotar náðu að taka stigin þrjú vísir/getty Skotar komu til baka eftir vonbrigðin í Kasakstan og unnu San Marínó á útivelli. Króatar töpuðu fyrir Ungverjum. Fyrsti leikur Skota í undankeppni EM 2020 var leikur sem flestir stuðningsmenn og leikmenn vilja gleyma sem fyrst, en þeir fengu 3-0 skell gegn Kasakstan og frammistaðan var arfaslök. Ef einhver andstæðingur væri góður til þess að svara fyrir tapið gegn er það líklegast San Marínó, sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því versta fótboltalandsliðs heims á pappírnum. Frammistaðan í dag var hins vegar ekki til þess að létta á pressunni á Alex McLeish. Kenny McLean kom Skotum yfir strax á upphafsmínútum leiksins en þrátt fyrir að vera miklu meira með boltan og eiga 21 marktilraun voru stuðningsmenn Skota ekki sérlega sáttir með sína menn. Johnny Russell skoraði annað mark Skota á 74. mínútu og leiknum lauk með 2-0 sigri. Króatar, sem spiluðu til úrslita á HM síðasta sumar, lentu í vandræðum í Ungverjalandi og þurftu að snúa heim án stiga. Króatar voru meira með boltann í leiknum en náðu hins vegar aðeins tveimur skotum á markrammann. Annað þeirra varð að fyrsta marki leiksins, sem Ante Rebic skoraði úr teignum eftir sendingu Andrej Kramaric. Heimamenn jöfnuðu metin á 34. mínútu með marki frá Adam Szalai og jafnt var með liðunum í hálfleik. Sigurmarkið kom frá Mate Patkai á 76. mínútu af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið eru með þrjú stig í E-riðli eftir þessa fyrstu leiki í undankeppninni. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Skotar komu til baka eftir vonbrigðin í Kasakstan og unnu San Marínó á útivelli. Króatar töpuðu fyrir Ungverjum. Fyrsti leikur Skota í undankeppni EM 2020 var leikur sem flestir stuðningsmenn og leikmenn vilja gleyma sem fyrst, en þeir fengu 3-0 skell gegn Kasakstan og frammistaðan var arfaslök. Ef einhver andstæðingur væri góður til þess að svara fyrir tapið gegn er það líklegast San Marínó, sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því versta fótboltalandsliðs heims á pappírnum. Frammistaðan í dag var hins vegar ekki til þess að létta á pressunni á Alex McLeish. Kenny McLean kom Skotum yfir strax á upphafsmínútum leiksins en þrátt fyrir að vera miklu meira með boltan og eiga 21 marktilraun voru stuðningsmenn Skota ekki sérlega sáttir með sína menn. Johnny Russell skoraði annað mark Skota á 74. mínútu og leiknum lauk með 2-0 sigri. Króatar, sem spiluðu til úrslita á HM síðasta sumar, lentu í vandræðum í Ungverjalandi og þurftu að snúa heim án stiga. Króatar voru meira með boltann í leiknum en náðu hins vegar aðeins tveimur skotum á markrammann. Annað þeirra varð að fyrsta marki leiksins, sem Ante Rebic skoraði úr teignum eftir sendingu Andrej Kramaric. Heimamenn jöfnuðu metin á 34. mínútu með marki frá Adam Szalai og jafnt var með liðunum í hálfleik. Sigurmarkið kom frá Mate Patkai á 76. mínútu af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið eru með þrjú stig í E-riðli eftir þessa fyrstu leiki í undankeppninni.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira