Var 100 metrum frá því að stranda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 07:27 Eins og sjá má var skipið komið ansi nálægt landi. AP/Frank Einar Vatne Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær. Búið er að koma þremur af fjórum vélum skipsins í gang og stefnt er að því aðstoða það við að komast til Molde í dag.Skipið gengur því nú fyrir eigin vélarafli og ferðast það nú löturhægt í átt að Molde en reynt verður að koma línu í skipið síðar í dag svo draga megi það til hafnar. Það mun þó alfarið fara eftir veðri og vindum hvort slíkt muni takast. Á vef Marine Traffic má sjá að Viking Sky er nú komið töluvert frá landi.Ferill skipsins.Mynd/Marine Traffic.Þyrlur ganga stöðugt á milli skips og lands til þess að flytja farþega á brott en þrjár þyrlur eru notaðar til verksins. Sautján farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar af þrír alvarlega slasaðir en myndbönd sem birt hafa verið sýna hversu mikið gekk á inn í skipinu.Í frétt NRK er haft eftir embættismönnum að litlu hafi mátt muna að mjög illa færi og að skipið hafi verið aðeins 100 metrum frá því að stranda á grynningum. Talið er að hafa skipt sköpum að skipverjum tókst að stöðva rek skipsins í átt að landi með því að setja út akkeri. Skipið var aðeins um kílómetra frá landi þegar verst lét. Neyðarkall kom frá skipinu klukkan tvö í gær að norskum tíma og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir látlaust síðan þá.Just before the SHTF! #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/NONvQl4dBr — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019We’re waiting for evacuation by helicopter #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/rqSYaWGi0k — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019Still waiting for evacuation. #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/6EvcAjf5D2 — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019 Noregur Samgönguslys Tengdar fréttir Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44 Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær. Búið er að koma þremur af fjórum vélum skipsins í gang og stefnt er að því aðstoða það við að komast til Molde í dag.Skipið gengur því nú fyrir eigin vélarafli og ferðast það nú löturhægt í átt að Molde en reynt verður að koma línu í skipið síðar í dag svo draga megi það til hafnar. Það mun þó alfarið fara eftir veðri og vindum hvort slíkt muni takast. Á vef Marine Traffic má sjá að Viking Sky er nú komið töluvert frá landi.Ferill skipsins.Mynd/Marine Traffic.Þyrlur ganga stöðugt á milli skips og lands til þess að flytja farþega á brott en þrjár þyrlur eru notaðar til verksins. Sautján farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar af þrír alvarlega slasaðir en myndbönd sem birt hafa verið sýna hversu mikið gekk á inn í skipinu.Í frétt NRK er haft eftir embættismönnum að litlu hafi mátt muna að mjög illa færi og að skipið hafi verið aðeins 100 metrum frá því að stranda á grynningum. Talið er að hafa skipt sköpum að skipverjum tókst að stöðva rek skipsins í átt að landi með því að setja út akkeri. Skipið var aðeins um kílómetra frá landi þegar verst lét. Neyðarkall kom frá skipinu klukkan tvö í gær að norskum tíma og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir látlaust síðan þá.Just before the SHTF! #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/NONvQl4dBr — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019We’re waiting for evacuation by helicopter #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/rqSYaWGi0k — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019Still waiting for evacuation. #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/6EvcAjf5D2 — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019
Noregur Samgönguslys Tengdar fréttir Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44 Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16