Endurhanna Facebook-appið og leggja meiri áherslu á hópa og viðburði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:54 Mark Zuckerberg sést hér á kynningunni í dag ræða um þær breytingar sem gera á á Facebook-appinu. vísir/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16
Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00