Drepið í nafni laga Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. apríl 2019 08:28 Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, er gjarnan sagt. Einnig deyja þeir oft ungir sem dæmdir eru til dauða, eðli málsins samkvæmt. Hvort guð elski þá líka skal þó látið ósagt. Alltént töldu hinir virðulegu dómstólar Sádi-Arabíu að 37 manns sem teknir voru af lífi í ríkinu á dögunum ættu enga ást skilið, hvorki í faðmi mannsins á himnum né samfélagsins á jörðu niðri. Úr varð að hinir dæmdu, sem sumir voru á barnsaldri þegar glæpir (oft „glæpir“) þeirra voru framdir, voru leiddir úr fangaklefum sínum síðasta þriðjudag, þeim stillt upp og höfuð þeirra hoggin af eftir kúnstarinnar reglum. Óþarfi er að eyða mörgum orðum í mannréttindi þegna Sádí-Arabíu, enda þarf ekki mikið „gúgl“ til að sjá að þar er ekki bara einn pottur, heldur flestallir pottarnir brotnir. Morð í nafni laganna eru þó hvergi nærri bundin við þetta íhaldssama ríki við Persaflóa. Í Kína fá mörg hundruð manns byssukúlu í höfuð eða eitur í æð á hverju ári fyrir hin ýmsu brot, þ.á.m. fíkniefnasmygl, manndráp, spillingu og mútuþægni svo dæmi séu tekin. Svipað er uppi á teningnum í Íran, þar sem framhjáhaldarar og þolendur kynferðisafbrota eru jafnframt meðal þeirra sem hafa verið leiddir í gálgann á undanförnum árum. Hér hafa þó aðeins verið nefnd þau þrjú lönd sem eru duglegust að aflífa fólk. Á sjötta tug ríkja leyfa enn dauðarefsingu og þar af mörg talsvert nær Íslandi, bæði landfræðilega og menningarlega. Togstreitan í landi hinna frjálsu Hinum megin við hafið, hjá nágrönnum okkar í Bandaríkjunum á sér stað mikið frumkvöðlastarf og framsækin hugsun á mörgum sviðum. Snjalltæki, gervigreind og nýjar lausnir í læknavísindum eru allt dæmi um fyrirbæri sem þróuð eru af mikilli elju í landi hinna frjálsu. Annað svið nýsköpunar sem þar fer fram er þó sérstaklega áhugavert, en undanfarin misseri hafa nokkur bandarísk ríki „þurft“ að leita nýrra leiða til að drepa fólk. Þannig leyfa 30 ríki enn dauðarefsingar og nokkur þeirra stunda enn aftökur af miklum móð, Texas þar lang fremst í flokki. Eitur í æð hefur verið algengasta aðferðin undanfarna áratugi, þar sem banvænni blöndu er dælt í fangann frammi fyrir hópi áhorfenda. Aðferðin, og reyndar dauðarefsingar yfir höfuð, hafa lengi átt undir högg að sækja vestanhafs og fjölmörg mál verið rekin um hvort iðjan standist mælikvarðann um „grimmilegar og óvenjulegar“ refsingar (e. Cruel and unusual punishment). Andstæðingar refsinganna hafa enn ekki haft erindi sem erfiði og ólíklegt er að svo verði í bráð eftir að Trump forseti skipaði íhaldssaman dómara í laust sæti við hæstarétt landsins síðasta sumar. Aftur á móti hefur hjálpin borist úr óvæntri átt. Þannig hafa evrópsk lyfjafyrirtæki, t.a.m. dönsk og íslensk, neitað að selja bandarískum yfirvöldum tiltekin lyf ef til stendur að nota þau við aftökur og m.a. höfðað mál gegn tilteknum ríkjum við slíkar aðstæður – hafi lyfin þegar verið keypt. Byssukúla, gasklefi eða rafmagnsstóll Ætla mætti að þessi óheppilega staða ylli því að dauðarefsingum yrði einfaldlega hætt. Svo er þó ekki – og hafa ríki á borð við Nevada og Arkansas leitað allra leiða til að geta haldið áfram að drepa. Þá eru sum ríki þegar með aðrar „lausnir“. Þannig býður Utah dauðadæmdum föngum t.a.m. þann möguleika að láta reyra sig við stól og fá svo byssukúlur í hjartað, yfirvöld í Flórída bjóða upp á rafmagnsstól og í Arizona geta fangar valið að kveðja þessa jarðvist í gasklefa. Líklega þarf ekki að hafa mörg orð um hvaða hugrenningatengsl síðastnefndi valmöguleikinn vekur, þegar litið er stutt aftur í mannkynssögunni. Þó andstaða hafi aukist til muna undanfarin ár hefur meirihluti Bandaríkjamanna stutt notkun dauðarefsinga í gegnum tíðina og stuðst við rök á borð við að hinir dæmdu eigi refsinguna skilið, þær fæli mögulega brotamenn frá áformum sínum og séu ódýrari leið en að hýsa dæmda morðingja ævilangt í fangelsi. Samtök á borð við Amnesty, HRW og fleiri hafa hins vegar hrakið síðarnefndu tvö sjónarmiðin og bent á að engin gögn sýni fram á fælingarmátt dauðarefsinga. Enn fremur kosti slík refsing umtalsvert meira á hvern fanga heldur en ævilangt fangelsi, m.a. vegna þess hve áfrýjunarferlið er langt. Aukinheldur er erfitt að flýja þá staðreynd að dauðarefsing verður ekki aftur tekin. Áhugasömum er bent á að fletta upp nöfnum á borð við Cameron Todd Willingham, Troy Davis, George Stinney og Eddie Slovik – örfá dæmi af mörgum þar sem kannski hefði mátt hugsa sig tvisvar um áður en ákveðið var að taka líf. Vestrænir leiðtogar vilja drepa meira Það vekur því óneitanlega ugg að ýmsir stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa undanfarin misseri talað fyrir aukinni notkun eða endurvakningu dauðarefsinga. Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður slíkra refsinga og hvatti m.a. til auknar notkunar þeirra í máli „Central Park skokkarans“ árið 1989, þar sem fimm ungir menn voru sakfelldir fyrir hrottalega árás. Sakfellingardómunum var hins vegar snúið ríflega áratug síðar og mönnunum sleppt lausum, en þeir höfðu blessunarlega ekki verið dauðadæmdir og aflífaðir. Trump hefur jafnframt látið í veðri vaka að skynsamlegt gæti verið að víkka gildissvið dauðarefsinga í Bandaríkjunum og láta þær t.a.m. ná til fíkniefnasmyglara. Þá hefur ungverski forsætisráðherrann Viktor Orban ljáð máls á möguleikanum á því að endurvekja dauðarefsingu í landinu, flokkur fyrrum franska forsetaframbjóðandans Marine Le Pen gerði slíkt hið sama og nokkrir breskir þingmenn hafa enn fremur hvatt til þess að möguleikinn verði skoðaður þar í landi. Íslendingar hættu fyrir 200 árum Velta má fyrir sér hvort íbúafjöldinn í ríkjum á borð við Kína, Pakistan og Bandaríkin – sem öll beita enn dauðarefsingum af krafti, eigi þátt í því að svo sé. Þannig er eflaust auðveldara fyrir hinn almenna borgara að leiða aftökur hjá sér þegar innbyrðis tengsl í samfélaginu eru ekki í neinni líkingu við það sem t.d. þekkist hér á landi. Þetta stöðvaði þó ekki Brúnei, ríflega 400 þúsund manna þjóð, í að lögleiða aftökur með ýmsum hrottalegum aðferðum fyrir nýja „glæpi“ á dögunum. Þannig geta m.a. þeir sem leyfa sér að vera þeir sjálfir og elska einstaklinga af sama kyni nú átt von á að vera grýttir til dauða fyrir háttsemi sína. Alltént, hvort sem því ræður smæð landsins eða einfaldlega heilbrigð skynsemi, hefur enginn verið tekinn af lífi á Íslandi frá árinu 1830 og dauðarefsing verið bönnuð um árabil. Í hinni góðu og gildu stjórnarskrá Íslands segir enn fremur að aldrei megi kveða á um hana í lögum. Utanríkisráðherra var ómyrkur í máli á samfélagsmiðlum í kjölfar hryllingsins í Sádi-Arabíu í síðustu viku og fordæmdi alla notkun dauðarefsinga. Það er sannarlega mikilvægt að vestræn lýðræðisríki taki skýra afstöðu þegar fjölmargir eru á hverjum einasta degi enn drepnir, í nafni laga. Höfundur er sjónvarpsmaður og laganemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hersir Aron Ólafsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, er gjarnan sagt. Einnig deyja þeir oft ungir sem dæmdir eru til dauða, eðli málsins samkvæmt. Hvort guð elski þá líka skal þó látið ósagt. Alltént töldu hinir virðulegu dómstólar Sádi-Arabíu að 37 manns sem teknir voru af lífi í ríkinu á dögunum ættu enga ást skilið, hvorki í faðmi mannsins á himnum né samfélagsins á jörðu niðri. Úr varð að hinir dæmdu, sem sumir voru á barnsaldri þegar glæpir (oft „glæpir“) þeirra voru framdir, voru leiddir úr fangaklefum sínum síðasta þriðjudag, þeim stillt upp og höfuð þeirra hoggin af eftir kúnstarinnar reglum. Óþarfi er að eyða mörgum orðum í mannréttindi þegna Sádí-Arabíu, enda þarf ekki mikið „gúgl“ til að sjá að þar er ekki bara einn pottur, heldur flestallir pottarnir brotnir. Morð í nafni laganna eru þó hvergi nærri bundin við þetta íhaldssama ríki við Persaflóa. Í Kína fá mörg hundruð manns byssukúlu í höfuð eða eitur í æð á hverju ári fyrir hin ýmsu brot, þ.á.m. fíkniefnasmygl, manndráp, spillingu og mútuþægni svo dæmi séu tekin. Svipað er uppi á teningnum í Íran, þar sem framhjáhaldarar og þolendur kynferðisafbrota eru jafnframt meðal þeirra sem hafa verið leiddir í gálgann á undanförnum árum. Hér hafa þó aðeins verið nefnd þau þrjú lönd sem eru duglegust að aflífa fólk. Á sjötta tug ríkja leyfa enn dauðarefsingu og þar af mörg talsvert nær Íslandi, bæði landfræðilega og menningarlega. Togstreitan í landi hinna frjálsu Hinum megin við hafið, hjá nágrönnum okkar í Bandaríkjunum á sér stað mikið frumkvöðlastarf og framsækin hugsun á mörgum sviðum. Snjalltæki, gervigreind og nýjar lausnir í læknavísindum eru allt dæmi um fyrirbæri sem þróuð eru af mikilli elju í landi hinna frjálsu. Annað svið nýsköpunar sem þar fer fram er þó sérstaklega áhugavert, en undanfarin misseri hafa nokkur bandarísk ríki „þurft“ að leita nýrra leiða til að drepa fólk. Þannig leyfa 30 ríki enn dauðarefsingar og nokkur þeirra stunda enn aftökur af miklum móð, Texas þar lang fremst í flokki. Eitur í æð hefur verið algengasta aðferðin undanfarna áratugi, þar sem banvænni blöndu er dælt í fangann frammi fyrir hópi áhorfenda. Aðferðin, og reyndar dauðarefsingar yfir höfuð, hafa lengi átt undir högg að sækja vestanhafs og fjölmörg mál verið rekin um hvort iðjan standist mælikvarðann um „grimmilegar og óvenjulegar“ refsingar (e. Cruel and unusual punishment). Andstæðingar refsinganna hafa enn ekki haft erindi sem erfiði og ólíklegt er að svo verði í bráð eftir að Trump forseti skipaði íhaldssaman dómara í laust sæti við hæstarétt landsins síðasta sumar. Aftur á móti hefur hjálpin borist úr óvæntri átt. Þannig hafa evrópsk lyfjafyrirtæki, t.a.m. dönsk og íslensk, neitað að selja bandarískum yfirvöldum tiltekin lyf ef til stendur að nota þau við aftökur og m.a. höfðað mál gegn tilteknum ríkjum við slíkar aðstæður – hafi lyfin þegar verið keypt. Byssukúla, gasklefi eða rafmagnsstóll Ætla mætti að þessi óheppilega staða ylli því að dauðarefsingum yrði einfaldlega hætt. Svo er þó ekki – og hafa ríki á borð við Nevada og Arkansas leitað allra leiða til að geta haldið áfram að drepa. Þá eru sum ríki þegar með aðrar „lausnir“. Þannig býður Utah dauðadæmdum föngum t.a.m. þann möguleika að láta reyra sig við stól og fá svo byssukúlur í hjartað, yfirvöld í Flórída bjóða upp á rafmagnsstól og í Arizona geta fangar valið að kveðja þessa jarðvist í gasklefa. Líklega þarf ekki að hafa mörg orð um hvaða hugrenningatengsl síðastnefndi valmöguleikinn vekur, þegar litið er stutt aftur í mannkynssögunni. Þó andstaða hafi aukist til muna undanfarin ár hefur meirihluti Bandaríkjamanna stutt notkun dauðarefsinga í gegnum tíðina og stuðst við rök á borð við að hinir dæmdu eigi refsinguna skilið, þær fæli mögulega brotamenn frá áformum sínum og séu ódýrari leið en að hýsa dæmda morðingja ævilangt í fangelsi. Samtök á borð við Amnesty, HRW og fleiri hafa hins vegar hrakið síðarnefndu tvö sjónarmiðin og bent á að engin gögn sýni fram á fælingarmátt dauðarefsinga. Enn fremur kosti slík refsing umtalsvert meira á hvern fanga heldur en ævilangt fangelsi, m.a. vegna þess hve áfrýjunarferlið er langt. Aukinheldur er erfitt að flýja þá staðreynd að dauðarefsing verður ekki aftur tekin. Áhugasömum er bent á að fletta upp nöfnum á borð við Cameron Todd Willingham, Troy Davis, George Stinney og Eddie Slovik – örfá dæmi af mörgum þar sem kannski hefði mátt hugsa sig tvisvar um áður en ákveðið var að taka líf. Vestrænir leiðtogar vilja drepa meira Það vekur því óneitanlega ugg að ýmsir stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa undanfarin misseri talað fyrir aukinni notkun eða endurvakningu dauðarefsinga. Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil verið ötull stuðningsmaður slíkra refsinga og hvatti m.a. til auknar notkunar þeirra í máli „Central Park skokkarans“ árið 1989, þar sem fimm ungir menn voru sakfelldir fyrir hrottalega árás. Sakfellingardómunum var hins vegar snúið ríflega áratug síðar og mönnunum sleppt lausum, en þeir höfðu blessunarlega ekki verið dauðadæmdir og aflífaðir. Trump hefur jafnframt látið í veðri vaka að skynsamlegt gæti verið að víkka gildissvið dauðarefsinga í Bandaríkjunum og láta þær t.a.m. ná til fíkniefnasmyglara. Þá hefur ungverski forsætisráðherrann Viktor Orban ljáð máls á möguleikanum á því að endurvekja dauðarefsingu í landinu, flokkur fyrrum franska forsetaframbjóðandans Marine Le Pen gerði slíkt hið sama og nokkrir breskir þingmenn hafa enn fremur hvatt til þess að möguleikinn verði skoðaður þar í landi. Íslendingar hættu fyrir 200 árum Velta má fyrir sér hvort íbúafjöldinn í ríkjum á borð við Kína, Pakistan og Bandaríkin – sem öll beita enn dauðarefsingum af krafti, eigi þátt í því að svo sé. Þannig er eflaust auðveldara fyrir hinn almenna borgara að leiða aftökur hjá sér þegar innbyrðis tengsl í samfélaginu eru ekki í neinni líkingu við það sem t.d. þekkist hér á landi. Þetta stöðvaði þó ekki Brúnei, ríflega 400 þúsund manna þjóð, í að lögleiða aftökur með ýmsum hrottalegum aðferðum fyrir nýja „glæpi“ á dögunum. Þannig geta m.a. þeir sem leyfa sér að vera þeir sjálfir og elska einstaklinga af sama kyni nú átt von á að vera grýttir til dauða fyrir háttsemi sína. Alltént, hvort sem því ræður smæð landsins eða einfaldlega heilbrigð skynsemi, hefur enginn verið tekinn af lífi á Íslandi frá árinu 1830 og dauðarefsing verið bönnuð um árabil. Í hinni góðu og gildu stjórnarskrá Íslands segir enn fremur að aldrei megi kveða á um hana í lögum. Utanríkisráðherra var ómyrkur í máli á samfélagsmiðlum í kjölfar hryllingsins í Sádi-Arabíu í síðustu viku og fordæmdi alla notkun dauðarefsinga. Það er sannarlega mikilvægt að vestræn lýðræðisríki taki skýra afstöðu þegar fjölmargir eru á hverjum einasta degi enn drepnir, í nafni laga. Höfundur er sjónvarpsmaður og laganemi
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun