Körfubolti

Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurkarl og Matthías Orri fagna eftir leik í gær.
Sigurkarl og Matthías Orri fagna eftir leik í gær. vísir/vilhelm
Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni.

Þá hefði Sigurkarl getað jafnað metin og sett leikinn í framlengingu. Það gekk ekki og Stjarnan sópaði því ÍR í frí.

Svo lengi lærir sem lifir og Borche Ilievski, þjálfari ÍR, hafði ekki gleymt þessu skoti í gær.

„Er við fórum í úrslitakeppnina í fyrsta sinn fyrir þremur árum síðan fékk Sigurkarl sama skotið og klikkaði. Þá sagði ég honum að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hann myndi fá annað tækifæri síðar. Það kom núna og hann skoraði. Ég gleðst mikið með honum,“ sagði Borche sem var aðeins að ruglast á árunum þó svo hann myndi vel eftir skotinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Borche eftir leikinn í gær og sjá þessi tvö skot Sigurkarls.



Klippa: Borche um Sigurkarl og skotin hans örlagaríku

Tengdar fréttir

Sjáðu flautukörfu Sigurkarls

Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla.

Borche elskar Bubba Morthens

Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×