Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 11:06 Hermaður stendur vörð nærri La Carlota-herstöðinni nærri Caracas. Vísir/AP Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Venesúela Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela.
Venesúela Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira