Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:57 Pride ganga í Varsjá í Póllandi. getty/Mateusz Slodkowski Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu. Hinsegin Pólland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu.
Hinsegin Pólland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira