Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Irina Shayk hafa gert óformlegt samkomulag um forræði dóttur sinnar, en parið sleit sambandi sínu í síðasta mánuði.
Samkvæmt heimildum bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur parið fyrrverandi samþykkt að búa í sömu borg, New York, og deila forræði yfir tveggja ára dóttur sinni, Lea De Seine Shayk Cooper, jafnt á milli sín.
TMZ heldur því einnig fram að samkomulag Cooper og Shayk sé hvergi til á rituðu formi, heldur sé samkomulagið munnlegt. Þetta sé til marks um að parið treysti hvort öðru til þess að halda samkomulagið í heiðri.
Sambandsslit þeirra Shayk og Cooper þóttu stórar fréttir í Hollywood en áður en parið hætti saman var á kreiki orðrómur þess efnis að Cooper og Lady Gaga væru að gera hosur sínar grænar fyrir hvort öðru. Orsakaðist orðrómurinn af því að mörgum þótti neista á milli þeirra tveggja í myndinni A Star is Born og ýmsu kynningarefni í kringum þá mynd. Sambandsslit Cooper og Shayk voru ekki til þess að draga úr hávaða þess orðsóms.
Bradley Cooper og Irina Shayk með sameiginlegt forræði

Tengdar fréttir

Bradley Cooper og Irina Shayk hætt saman
Þetta fullyrðir tímaritið People í frétt á vef sínum í morgun og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni.

Irina Shayk mætt til Íslands eftir skilnaðinn við Cooper
Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk er nú stödd á Íslandi, en hún birti í dag mynd af sér á Instagram-síðu sinni þar sem sést til hennar í íslenskri náttúru.

Samband Bradley Cooper og Irinu Shayk varð aldrei samt eftir A Star is Born
Samband leikarans Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk varð aldrei samt eftir að stórmyndin A Star is Born kom út, Cooper leikstýrði myndinni auk þess sem að hann lék eitt aðalhlutverka myndarinnar á móti söngkonunni Lady Gaga.

Endurfundir Lady Gaga og Bradley Cooper ólíklegir í bili
Orðrómar þess efnis að Gaga og Cooper kæmu fram á Glastonbury voru komnir á kreik.

Segir Bradley Cooper og Lady Gaga eiga einstakt samband
Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári.