Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 17:41 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir mál systkinanna hafa verið lengi til rannsóknar hjá embættinu. Mynd/Stöð 2 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákærur á hendur fjórum systkinum sem kennd hafa verið við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákærurnar tengjast meintum skattalagabrotum systkinanna. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna, þeirra Guðmundar Steinars Jónssonar, Haraldar Reynis Jónssonar, Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Berglindar Bjarkar Jónsdóttur, í fjölmiðlum undanfarin ár.Sjá einnig: Tugir íslenskra sjómanna kærðir fyrir skattsvik Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um efni ákæranna þar sem þær hafi ekki verið birtar systkinunum. Aðspurður segir hann málið hafa verið töluverðan tíma til rannsóknar hjá embættinu og eins hjá skattayfirvöldum. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29 Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15 Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa Samherji hf. hefur fest kaup á nánast allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó. 21. maí 2007 16:29
Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku Íslenskar útgerðir sækja í sig veðrið í Afríku. Sjólaskip gera sjö skip út frá Vestur-Afríku og stærsta skip íslenska flotans siglir á svipaðar slóðir í sumar. Fiskveiðiskipin eru fljótandi verksmiðjur sem koma til hafnar á tveggja ára fresti. 3. maí 2007 06:15
Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Skattrannsóknarstjóri kærir ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður 60 mál er varða meint skattalagabrot. Skattstofn málanna nemur tæpum 10 milljörðum. Héraðssaksóknari segir málin ekki hafa verið líkleg til sakfellingar. 15. nóvember 2017 07:41