Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 100-96 | Valsmenn með sigur í háspennuleik Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 31. janúar 2019 23:30 Valsmenn fögnuðu mikilvægum sigri í kvöld. vísir/daníel Valsmenn fór með sigur af hólmi eftir háspennuleik gegn Grindavík í kvöld. Valsmenn voru yfir mest allan leikinn en Grindvíkingar voru smá lofti í flautu í tímapunkti frá því að jafna leikinn undir lok fjórða leikhluta. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru fljótir að komast í tíu stiga forystu 19-9. Aleks Simeonov var eins og oft áður frábær í fyrsta leikhluta fyrir Valsmenn en hann skoraði 10 stig í þessum fyrsta leikhluta. Eftir frábæra byrjun Valsmanna svöruðu Grindvíkingar hinsvegar hratt og voru ekki lengi að jafna í stöðunni 21-21. Staðan eftir þennan kaflaskipta fyrsta leikhluta var 24-23 fyrir Val. Annar leikhluti var einstaklega klaufalegur hjá báðum liðum. Eftir tæpar þrjár mínútur tók Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals leikhlé en þá var staðan í leikhlutanum 3-2 fyrir Grindavík í stigum en staðan í töpuðum boltum var 4-3 fyrir Grindavík. Í leikhlutanum voru samtals 13 tapaðir boltar en liðin voru mjög jöfn í stigum líka. Valsmenn voru mjög graðir í að stela boltanum varnarlega og tóku mikið af sénsum. Grindavík skoruðu úr því oft auðveldar körfur en í staðinn náðu Valsmenn oft stuttum áhlaupum af hraðaupphlaupskörfum eftir að stela boltanum. Eitt af þeim kom í öðrum leikhluta þar sem þeir stálu boltanum þrisvar í röð áður en Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur neyddist í að taka leikhlé í stöðunni 41-36. Staðan í hálfleik var síðan 47-43.Það var hart barist í kvöld enda mikilvæg stig í boði.vísir/daníelGrindvíkingar áttu mjög slæman þriðja leikhluta. Eftir rúmar fimm mínútur af þriðja leikhluta voru Valsmenn komnir með tólf stiga forystu 62-50 og Jóhann þjálfari ttók leikhlé. Eftir leikhléið tók Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur leikinn smá í eigin hendur en hann skoraði 10 stig eftir leikhléið og Grindvíkingar náðu að minnka muninn í 6 stig, 68-62 var staðan á leiðinni inn í fjórða leikhluta. Aftur byrjuðu Valsmenn leikhlutann betur en þeir komust mest í 13 stiga forystu 81-68 eftir frábært sveifluskot frá Ragga Nat. Síðan fóru Arnar og félagar í Grindavík að fara á vítalínuna. Grindavík tóku 13 víti eftir þetta af þeim var Arnar Björnsson með 8, hann gerði gríðarlega vel í að keyra á körfuna og fá varnarmenn Vals í að brjóta á sér. Með tæpar fjórar mínútur eftir að leiknum fékk Aleks Simeonov leikmaður Vals sína fimmtu villu í einni af klaufalegustu sóknum sem ég hef séð. Hann ætlaði að rétta Dominique Rambo boltann en Rambo hljóp í burtu áður en hann tók boltann. Þar sem Simeonov var búinn að drippla mátti hann ekki taka boltann aftur, Simeonov reyndi að halda andstæðingunum frá boltanum en braut af sér við það. Eftir villuna kom Raggi Nat aftur inná en hann náði síðan líka að villa útaf með rúma mínútu eftir af leiknum. Með tæpa hálfa mínútu eftir af leiknum náði Ólafur Ólafsson að minnka muninn niður í 2 stig 94-92. Grindavík brutu hinsvegar strax á Dominique og síðan voru strax dæmdar tæknivillur á Ólaf og Jóhann Þór. Jóhann hafði tuðað mikið útaf dómgæslu í fjórða leikhluta og kom engum á óvart þegar hann fékk sína tæknivilluna. Útaf tæknivillunum fengu Valsmenn 4 víti, þeir skoruðu úr þeim öllum og gerðu þannig alveg útaf við leikinn.Ragnar var öflugur í kvöld.vísir/daníelAf hverju vann Valur? Valur var klárlega betra liðið í þessum leik. Með klaufalegum villum og mikið af töpuðum boltum í fjórða leikhluta voru þeir næstum því búnir að kasta honum frá sér en tæknivillurnar á lokamínútunni gerðu loka útslagið.Hverjir stóðu upp úr? Ragnar Agust Nathanaelsson var gjörsamlega frábær í liði Vals í kvöld. Sóknarlega var hann að klára sín færi, varnarlega var hann oft að loka teignum vel og hann var drjúgur í fráköstum. Hann endaði leikinn með 18 stig og 10 fráköst. Valsmenn unnu leikinn með 12 stigum á meðan Ragnar var inná. Dominique Rambo átti stór furðulegan leik en þar sem Valsmenn unnu þá er erfitt að hafa hann ekki hérna. Hann var allt í öllu í öllu í sóknarleiknum en tapaði samt 11 boltum, síðan var hann með 3 stolna bolta en ákefðinn við að stela boltanum var oft að gefa Grindavík auðveldar körfur. Gunnar Ingi Harðarson og Illugi Steingrímsson skiluðu báðir flottum dagsverkum fyrir Val í kvöld. Nýtti sín færi sóknarlega og börðust vel í vörn. Bestir í liði Grindavíkur voru án efa Ólafur Ólafsson og Sigtryggur Arnar Björnsson. Ólafur skoraði 18 stig á minna en 15 mínútum sem segir eiginlega bara allt sem segja þarf um hans frammistöðu, Jóhann þjálfari kom þó inná það í viðtali að hann er búinn að vera að glíma við meiðsli og gat þar af leiðandi ekki spilað mikið meira. Arnar var frábær sóknarlega og skilaði skilvirkum 25 punktum.Hvað gekk illa? Lewis Clinch Jr var ekki sjálfum sér líkur í kvöld. Ég gleymdi nokkrum sinnum að hann væri inná vellinum enda gerði hann eiginlega ekki neitt. Ef Grindavík ætla sér eitthvað í úrslitakeppninni verður hann að stíga upp.Tölfræði sem vekur athygli 52% - Þriggja stiga nýting Vals í leiknum. Vörn Grindavíkur var ekki góð í leiknum en skotmenn Vals fá samt hrós fyrir að hitta vel úr þessum oft opnu skotum. 22 - Tapaðir boltar hjá Val. Það er ótrúlegt að lið geti unnið leik þar sem þeir kasta frá sér 22 sóknum en skilvirknin nógu góð í hinum sóknunum svo þeir komust í 100 stigin og unnu. 13/35 - Skotnýtingin hjá erlenda þríeykinu hjá Grindavík. Eins og deildin er núna þar sem öll liðin eru að treysta svona mikið á sína erlendu leikmenn þá er erfitt að vinna leik þegar þínir erlendu leikmenn spila svona illa.Hvað gerist næst? Valsmenn heimsækja Stjörnuna á sunnudaginn klukkan 19:15. Grindavík fá Tindastól í heimsókn á sunnudaginn, líka klukkan 19:15. Bæði lið með mjög erfiða andstæðinga og lítin tíma til undirbúnings.Ágúst var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/daníelÁgúst: Vörnin mest að stríða okkurValsmenn eru búnir að tapa seinustu þrem leikjum eftir hörku spennandi fjórða leikhluta. Í kvöld náðu þeir hinsvegar að vinna spennuleik og Ágúst Björgvinsson þjálfari var sáttur eins og mátti búast við.„Við bjuggum til ágætis forystu. Við vorum að gera réttu hlutina undir lokin. Þeir fóru að pressa okkur og við náðum að leysa það ágætlega. Vörnin var mest að stríða okkur, þeir voru að komast alltof oft á vítalínuna.”Þið voruð mikið að reyna að stela boltanum í leiknum og náðuð því oft, myndir þú segja að það hafi haft jákvæð áhrif á varnarleikinn?„Við stelum fullt af boltum og fáum þannig fullt af auðveldum körfum. Aftur á móti fáum við líka fullt af auðveldum körfum í bakið á okkur svo það er bæði já og nei. “ Valsmenn voru með 22 tapaða bolta í leiknum sem er ansi mikið. Ágúst var með einfalda skýringu á hvernig er hægt að lækka þessa tölu í komandi leikjum.„Rambo einn og sér var með níu tapaða bolta. Ég held að það sé frekar óvenjulegt að hann tapi svo mörgum boltum í einum leik svo ég held að hann eigi eftir að hjálpa okkur töluvert að lækka þessa töpuðu bolta.”„Það sést greinilega á honum að hann er ekki í leikformi. Hann er lengi að komast inn í leikinn. Ég tók þá ákvörðun að byrja honum inná í seinni hálfleik og gefa honum þannig tíma til að komast inn í leikinn og það borgaði sig hérna í fjórða leikhluta. Hann var þá í aðeins betra standi þegar Raggi og Aleks voru komnir með fimm villur,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals aðspurður um Nicholas Schlitzer sem var í kvöld að spila sinn annan leik fyrir Val. Ragnar Ágúst Nathanelsson leikmaður Vals er búinn að spila frábærlega í seinustu leikjum Vals. Ágúst var mjög ánægður með Ragnar eftir leikinn.„Raggi er náttúrulega frábær karakter og frábær persónuleiki. Hann er búinn að sýna það sérstaklega vel síðan um áramótin. Hann er búinn að vera frábær á æfingum og hann er núna loksins að ná að færa það inn í leikina. Það er kannski aðalmunurinn á núna og fyrir áramót. Hann var svo sem ekkert lélegur fyrir áramót en hann er búinn að gefa aðeins í. ”Jóhann Þór: Hann veit upp á sig skömmina„Ég er mjög súr. Við erum ennþá í bölvuðu rugli. Við erum lélegir varnarlega og fráköstum illa. Bara svona það sem hefur verið í gangi árið 2019. Þetta er búið að vera erfitt en það eru einhverjir jákvæðir punktar í þessu,” sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leik. Grindavík eru nú búnir að tapa fjórum leikjum í röð í deild og bikar eftir að sleppa með nauma sigra gegn botnliðum Breiðablik og Skallagríms í fyrstu leikjunum eftir áramót. Jóhann og Ólafur Ólafsson fengu báðir tæknilvillur með minna en hálfa mínútu eftir af leiknum á sama tíma. Eftir tæknivillurnar fengu Valsmenn víti sem þeir settu niður og kláruðu þannig leikinn. Þeir vildu meina að það hafi verið brotið á Ólafi í þriggja stiga skotinu sem hann setti niður í sókninni þar á undan.„Þetta var auðvitað klúður hjá okkur. Hann viðurkennir að hafa gert mistök þar sem við áttum að fá möguleikan á fjögurra stiga sókn hérna í lokinn. Hann veitt uppá sig skömmina og hann á þá að þola að ég kvæsi aðeins á hann. Hann á að sýna því skilning bara en hann gerði það ekki. Ég hef ekkert upp úr því að vera eitthvað að tjá mig um þetta. Þetta er bara búið og gert, eins og ég segi þá misstum við okkur aðeins og köstum þessu frá okkur. Ég er samt ekkert svekktur með þannig.”„Hann er að glíma við meiðsli og er ekki alveg heill. Við erum að reyna að spara hann en hefði klárlega átt að spila meira hérna í fjórða leikhluta. Ég skal bara taka það á mig, það eru ákveðnir leikmenn sem eru bara ekki að standa sig varnarlega og ég þarf að vera miklu ákveðnari í að skipta mönnum útaf.„Við erum bara í baráttu um að vinna næsta leik. Það er ofur einfalt sko. Við erum ekkert að pæla í því hvar við endum. Við stefnum á að vinna Tindastól núna á sunnudaginn og síðan teljum við bara upp úr pokanum þegar þetta er búið og sjáum hvernig staðan er,” sagði Jóhann Þór aðspurður hvort Grindavík væru að fara að berjast um einungis að vera í úrslitakeppninni eða hvort þeir ættu möguleika á að fá heimavallarréttin í fyrstu umferð af úrslitakeppninni.Jordy Kuiper æðir að körfunni í kvöld.vísir/daníelÓlafur: Tek þetta á mig„Við fórum að sláka strax í fyrri hálfleik og í byrjun þriðja. Þeir eru að fá of mikið af einhverjum stolnum boltum og eru að spila góða vörn á okkur. Ef við hefðum spilað af krafti allan leikinn þá hefðum við unnið leikinn sko. Það sást bara hérna í lokinn þegar við spiluðum af krafti í fjórða leikhluta þá vorum við næstum því búnir að vinna leikinn. Við bara klúðruðum þessu, ” sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur um hvað fór úrskeiðis í leiknum. Grindavík fengu dæmdar á sig tvær tæknivillur í einu með minna en hálfa mínútu eftir. Önnur þeirra var á Óla sem var ennþá súr yfir dómnum sem hann fékk ekki í sókninni á undan tæknivillunni.„Við hefðum unnið leikinn ef hann hefði asnast til að dæma villu á þriggja stiga skotið mitt. Sem hann viðurkenndi síðan við mig hérna eftir leikinn og biður mig afsökunar. Þá hefðum við verið undir með einu og mögulega unnið leikinn þar sem mómentið var algjörlega með okkur. Svona er þetta, það er ekki hægt að kenna öðrum en okkur sjálfum. Það er kannski allt í lagi að Jóhann hafi fengið tæknivillu en ég hefið svo sem alveg getað sleppt því svo ég tek þetta alfarið á mig.”„Við þurfum að reyna að fara aðeins dýpra í sóknarleiknum okkar. Þetta er alltof mikið af einstaklings framtökum. Það er alveg fullt af gæjum sem geta skorað í þessu liði og við þurfum bara að grafa djúpt og reyna að gera þetta saman. Frekar en að einn eða tveir séu að gera þetta. Það er búið að vera okkar helsta vandamál í vetur, ” sagði Ólafur um hvað Grindavík geta bætt í næstu leikjum. Ólafur spilaði minna en 15 mínútur í leiknum sem verður að teljast óvenjulegt fyrir landsliðsmann. Jóhann þjálfari Ólafs sagði í viðtali að Ólafur væri smá meiddur en Ólafur er týpan sem kvartar samt.„Ég er að glíma við meiðsli í úlnliðnum og er búinn að vera að drepast þar síðan við spiluðum á móti Val seinast. Þá fékk ég eitthvað í úlnliðinn. Enn eins og Fannar Ólafs segir, þegar þú reimar á þig skóna þá er ekkert að þér.” Dominos-deild karla
Valsmenn fór með sigur af hólmi eftir háspennuleik gegn Grindavík í kvöld. Valsmenn voru yfir mest allan leikinn en Grindvíkingar voru smá lofti í flautu í tímapunkti frá því að jafna leikinn undir lok fjórða leikhluta. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru fljótir að komast í tíu stiga forystu 19-9. Aleks Simeonov var eins og oft áður frábær í fyrsta leikhluta fyrir Valsmenn en hann skoraði 10 stig í þessum fyrsta leikhluta. Eftir frábæra byrjun Valsmanna svöruðu Grindvíkingar hinsvegar hratt og voru ekki lengi að jafna í stöðunni 21-21. Staðan eftir þennan kaflaskipta fyrsta leikhluta var 24-23 fyrir Val. Annar leikhluti var einstaklega klaufalegur hjá báðum liðum. Eftir tæpar þrjár mínútur tók Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals leikhlé en þá var staðan í leikhlutanum 3-2 fyrir Grindavík í stigum en staðan í töpuðum boltum var 4-3 fyrir Grindavík. Í leikhlutanum voru samtals 13 tapaðir boltar en liðin voru mjög jöfn í stigum líka. Valsmenn voru mjög graðir í að stela boltanum varnarlega og tóku mikið af sénsum. Grindavík skoruðu úr því oft auðveldar körfur en í staðinn náðu Valsmenn oft stuttum áhlaupum af hraðaupphlaupskörfum eftir að stela boltanum. Eitt af þeim kom í öðrum leikhluta þar sem þeir stálu boltanum þrisvar í röð áður en Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur neyddist í að taka leikhlé í stöðunni 41-36. Staðan í hálfleik var síðan 47-43.Það var hart barist í kvöld enda mikilvæg stig í boði.vísir/daníelGrindvíkingar áttu mjög slæman þriðja leikhluta. Eftir rúmar fimm mínútur af þriðja leikhluta voru Valsmenn komnir með tólf stiga forystu 62-50 og Jóhann þjálfari ttók leikhlé. Eftir leikhléið tók Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur leikinn smá í eigin hendur en hann skoraði 10 stig eftir leikhléið og Grindvíkingar náðu að minnka muninn í 6 stig, 68-62 var staðan á leiðinni inn í fjórða leikhluta. Aftur byrjuðu Valsmenn leikhlutann betur en þeir komust mest í 13 stiga forystu 81-68 eftir frábært sveifluskot frá Ragga Nat. Síðan fóru Arnar og félagar í Grindavík að fara á vítalínuna. Grindavík tóku 13 víti eftir þetta af þeim var Arnar Björnsson með 8, hann gerði gríðarlega vel í að keyra á körfuna og fá varnarmenn Vals í að brjóta á sér. Með tæpar fjórar mínútur eftir að leiknum fékk Aleks Simeonov leikmaður Vals sína fimmtu villu í einni af klaufalegustu sóknum sem ég hef séð. Hann ætlaði að rétta Dominique Rambo boltann en Rambo hljóp í burtu áður en hann tók boltann. Þar sem Simeonov var búinn að drippla mátti hann ekki taka boltann aftur, Simeonov reyndi að halda andstæðingunum frá boltanum en braut af sér við það. Eftir villuna kom Raggi Nat aftur inná en hann náði síðan líka að villa útaf með rúma mínútu eftir af leiknum. Með tæpa hálfa mínútu eftir af leiknum náði Ólafur Ólafsson að minnka muninn niður í 2 stig 94-92. Grindavík brutu hinsvegar strax á Dominique og síðan voru strax dæmdar tæknivillur á Ólaf og Jóhann Þór. Jóhann hafði tuðað mikið útaf dómgæslu í fjórða leikhluta og kom engum á óvart þegar hann fékk sína tæknivilluna. Útaf tæknivillunum fengu Valsmenn 4 víti, þeir skoruðu úr þeim öllum og gerðu þannig alveg útaf við leikinn.Ragnar var öflugur í kvöld.vísir/daníelAf hverju vann Valur? Valur var klárlega betra liðið í þessum leik. Með klaufalegum villum og mikið af töpuðum boltum í fjórða leikhluta voru þeir næstum því búnir að kasta honum frá sér en tæknivillurnar á lokamínútunni gerðu loka útslagið.Hverjir stóðu upp úr? Ragnar Agust Nathanaelsson var gjörsamlega frábær í liði Vals í kvöld. Sóknarlega var hann að klára sín færi, varnarlega var hann oft að loka teignum vel og hann var drjúgur í fráköstum. Hann endaði leikinn með 18 stig og 10 fráköst. Valsmenn unnu leikinn með 12 stigum á meðan Ragnar var inná. Dominique Rambo átti stór furðulegan leik en þar sem Valsmenn unnu þá er erfitt að hafa hann ekki hérna. Hann var allt í öllu í öllu í sóknarleiknum en tapaði samt 11 boltum, síðan var hann með 3 stolna bolta en ákefðinn við að stela boltanum var oft að gefa Grindavík auðveldar körfur. Gunnar Ingi Harðarson og Illugi Steingrímsson skiluðu báðir flottum dagsverkum fyrir Val í kvöld. Nýtti sín færi sóknarlega og börðust vel í vörn. Bestir í liði Grindavíkur voru án efa Ólafur Ólafsson og Sigtryggur Arnar Björnsson. Ólafur skoraði 18 stig á minna en 15 mínútum sem segir eiginlega bara allt sem segja þarf um hans frammistöðu, Jóhann þjálfari kom þó inná það í viðtali að hann er búinn að vera að glíma við meiðsli og gat þar af leiðandi ekki spilað mikið meira. Arnar var frábær sóknarlega og skilaði skilvirkum 25 punktum.Hvað gekk illa? Lewis Clinch Jr var ekki sjálfum sér líkur í kvöld. Ég gleymdi nokkrum sinnum að hann væri inná vellinum enda gerði hann eiginlega ekki neitt. Ef Grindavík ætla sér eitthvað í úrslitakeppninni verður hann að stíga upp.Tölfræði sem vekur athygli 52% - Þriggja stiga nýting Vals í leiknum. Vörn Grindavíkur var ekki góð í leiknum en skotmenn Vals fá samt hrós fyrir að hitta vel úr þessum oft opnu skotum. 22 - Tapaðir boltar hjá Val. Það er ótrúlegt að lið geti unnið leik þar sem þeir kasta frá sér 22 sóknum en skilvirknin nógu góð í hinum sóknunum svo þeir komust í 100 stigin og unnu. 13/35 - Skotnýtingin hjá erlenda þríeykinu hjá Grindavík. Eins og deildin er núna þar sem öll liðin eru að treysta svona mikið á sína erlendu leikmenn þá er erfitt að vinna leik þegar þínir erlendu leikmenn spila svona illa.Hvað gerist næst? Valsmenn heimsækja Stjörnuna á sunnudaginn klukkan 19:15. Grindavík fá Tindastól í heimsókn á sunnudaginn, líka klukkan 19:15. Bæði lið með mjög erfiða andstæðinga og lítin tíma til undirbúnings.Ágúst var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/daníelÁgúst: Vörnin mest að stríða okkurValsmenn eru búnir að tapa seinustu þrem leikjum eftir hörku spennandi fjórða leikhluta. Í kvöld náðu þeir hinsvegar að vinna spennuleik og Ágúst Björgvinsson þjálfari var sáttur eins og mátti búast við.„Við bjuggum til ágætis forystu. Við vorum að gera réttu hlutina undir lokin. Þeir fóru að pressa okkur og við náðum að leysa það ágætlega. Vörnin var mest að stríða okkur, þeir voru að komast alltof oft á vítalínuna.”Þið voruð mikið að reyna að stela boltanum í leiknum og náðuð því oft, myndir þú segja að það hafi haft jákvæð áhrif á varnarleikinn?„Við stelum fullt af boltum og fáum þannig fullt af auðveldum körfum. Aftur á móti fáum við líka fullt af auðveldum körfum í bakið á okkur svo það er bæði já og nei. “ Valsmenn voru með 22 tapaða bolta í leiknum sem er ansi mikið. Ágúst var með einfalda skýringu á hvernig er hægt að lækka þessa tölu í komandi leikjum.„Rambo einn og sér var með níu tapaða bolta. Ég held að það sé frekar óvenjulegt að hann tapi svo mörgum boltum í einum leik svo ég held að hann eigi eftir að hjálpa okkur töluvert að lækka þessa töpuðu bolta.”„Það sést greinilega á honum að hann er ekki í leikformi. Hann er lengi að komast inn í leikinn. Ég tók þá ákvörðun að byrja honum inná í seinni hálfleik og gefa honum þannig tíma til að komast inn í leikinn og það borgaði sig hérna í fjórða leikhluta. Hann var þá í aðeins betra standi þegar Raggi og Aleks voru komnir með fimm villur,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals aðspurður um Nicholas Schlitzer sem var í kvöld að spila sinn annan leik fyrir Val. Ragnar Ágúst Nathanelsson leikmaður Vals er búinn að spila frábærlega í seinustu leikjum Vals. Ágúst var mjög ánægður með Ragnar eftir leikinn.„Raggi er náttúrulega frábær karakter og frábær persónuleiki. Hann er búinn að sýna það sérstaklega vel síðan um áramótin. Hann er búinn að vera frábær á æfingum og hann er núna loksins að ná að færa það inn í leikina. Það er kannski aðalmunurinn á núna og fyrir áramót. Hann var svo sem ekkert lélegur fyrir áramót en hann er búinn að gefa aðeins í. ”Jóhann Þór: Hann veit upp á sig skömmina„Ég er mjög súr. Við erum ennþá í bölvuðu rugli. Við erum lélegir varnarlega og fráköstum illa. Bara svona það sem hefur verið í gangi árið 2019. Þetta er búið að vera erfitt en það eru einhverjir jákvæðir punktar í þessu,” sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir leik. Grindavík eru nú búnir að tapa fjórum leikjum í röð í deild og bikar eftir að sleppa með nauma sigra gegn botnliðum Breiðablik og Skallagríms í fyrstu leikjunum eftir áramót. Jóhann og Ólafur Ólafsson fengu báðir tæknilvillur með minna en hálfa mínútu eftir af leiknum á sama tíma. Eftir tæknivillurnar fengu Valsmenn víti sem þeir settu niður og kláruðu þannig leikinn. Þeir vildu meina að það hafi verið brotið á Ólafi í þriggja stiga skotinu sem hann setti niður í sókninni þar á undan.„Þetta var auðvitað klúður hjá okkur. Hann viðurkennir að hafa gert mistök þar sem við áttum að fá möguleikan á fjögurra stiga sókn hérna í lokinn. Hann veitt uppá sig skömmina og hann á þá að þola að ég kvæsi aðeins á hann. Hann á að sýna því skilning bara en hann gerði það ekki. Ég hef ekkert upp úr því að vera eitthvað að tjá mig um þetta. Þetta er bara búið og gert, eins og ég segi þá misstum við okkur aðeins og köstum þessu frá okkur. Ég er samt ekkert svekktur með þannig.”„Hann er að glíma við meiðsli og er ekki alveg heill. Við erum að reyna að spara hann en hefði klárlega átt að spila meira hérna í fjórða leikhluta. Ég skal bara taka það á mig, það eru ákveðnir leikmenn sem eru bara ekki að standa sig varnarlega og ég þarf að vera miklu ákveðnari í að skipta mönnum útaf.„Við erum bara í baráttu um að vinna næsta leik. Það er ofur einfalt sko. Við erum ekkert að pæla í því hvar við endum. Við stefnum á að vinna Tindastól núna á sunnudaginn og síðan teljum við bara upp úr pokanum þegar þetta er búið og sjáum hvernig staðan er,” sagði Jóhann Þór aðspurður hvort Grindavík væru að fara að berjast um einungis að vera í úrslitakeppninni eða hvort þeir ættu möguleika á að fá heimavallarréttin í fyrstu umferð af úrslitakeppninni.Jordy Kuiper æðir að körfunni í kvöld.vísir/daníelÓlafur: Tek þetta á mig„Við fórum að sláka strax í fyrri hálfleik og í byrjun þriðja. Þeir eru að fá of mikið af einhverjum stolnum boltum og eru að spila góða vörn á okkur. Ef við hefðum spilað af krafti allan leikinn þá hefðum við unnið leikinn sko. Það sást bara hérna í lokinn þegar við spiluðum af krafti í fjórða leikhluta þá vorum við næstum því búnir að vinna leikinn. Við bara klúðruðum þessu, ” sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur um hvað fór úrskeiðis í leiknum. Grindavík fengu dæmdar á sig tvær tæknivillur í einu með minna en hálfa mínútu eftir. Önnur þeirra var á Óla sem var ennþá súr yfir dómnum sem hann fékk ekki í sókninni á undan tæknivillunni.„Við hefðum unnið leikinn ef hann hefði asnast til að dæma villu á þriggja stiga skotið mitt. Sem hann viðurkenndi síðan við mig hérna eftir leikinn og biður mig afsökunar. Þá hefðum við verið undir með einu og mögulega unnið leikinn þar sem mómentið var algjörlega með okkur. Svona er þetta, það er ekki hægt að kenna öðrum en okkur sjálfum. Það er kannski allt í lagi að Jóhann hafi fengið tæknivillu en ég hefið svo sem alveg getað sleppt því svo ég tek þetta alfarið á mig.”„Við þurfum að reyna að fara aðeins dýpra í sóknarleiknum okkar. Þetta er alltof mikið af einstaklings framtökum. Það er alveg fullt af gæjum sem geta skorað í þessu liði og við þurfum bara að grafa djúpt og reyna að gera þetta saman. Frekar en að einn eða tveir séu að gera þetta. Það er búið að vera okkar helsta vandamál í vetur, ” sagði Ólafur um hvað Grindavík geta bætt í næstu leikjum. Ólafur spilaði minna en 15 mínútur í leiknum sem verður að teljast óvenjulegt fyrir landsliðsmann. Jóhann þjálfari Ólafs sagði í viðtali að Ólafur væri smá meiddur en Ólafur er týpan sem kvartar samt.„Ég er að glíma við meiðsli í úlnliðnum og er búinn að vera að drepast þar síðan við spiluðum á móti Val seinast. Þá fékk ég eitthvað í úlnliðinn. Enn eins og Fannar Ólafs segir, þegar þú reimar á þig skóna þá er ekkert að þér.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum