Enes Kanter er einn öflugasti leikmaður New York Knicks en þrátt fyrir það fékk hann ekki eina mínútu í fjórum leikjum í röð.
Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um veru Enes Kanter í frystikistunni og hann sjálfur hefur óskað eftir því að fá að spila. New York liðið hefur líka tapað öllum þessum leikjum og erfitt er að sjá rökin fyrir því að halda einum besta leikmanni liðsins utan vallar.
Enes Kanter er með 14,4 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili og á tvo leiki með 24 fráköstum eða meira.
Enes Kanter: Kiss was for Knicks fans — maybe for 'one last time' https://t.co/wqrNxu74OTpic.twitter.com/ILti9pDmtb
— New York Post (@nypost) January 31, 2019
David Fizdale, þjálfari Enes Kanter hjá New York Knicks, þrjóskaðist hins vegar við og leyfði honum ekki að spila leik eftir leik.
Það breyttist loksins í nótt þegar stuðningsmenn New York Knicks í Madison Square Garden voru farnir að kalla í kór: „Við viljum Kanter“.
Fizdale sendi Enes Kanter inn á völlinn þegar 5:24 voru eftir í þriðja leikhluta og New York liðið var komið sextán stigum.
Enes Kanter hatar ekki sviðsljósið og byrjaði á því að kyssa merki New York Knicks á gólfinu áður en hann fór inn á. Enes Kanter endaði með 5 stig og 2 fráköst á 9 mínútum og New York liðið tapaði leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá þegar Enes Kanter kom inn á völlinn.
Enes Kanter kisses the Knicks logo on the floor upon coming into the game for the Knicks tonight. It's the first time he's playing after 4 straight DNPs. Fizdale brings him in with 5:24 left in the 3rd and Knicks down 16, after "We want Kanter" chant broke out at MSG. pic.twitter.com/M9M5xTMCy1
— Mike Vorkunov (@MikeVorkunov) January 31, 2019