Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 11:29 Vestmannaeyjar Vísir Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már
Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41