Jokic fór fyrir sínum mönnum gegn New Orleans í nótt er hann nældi í sjöttu þreföldu tvennuna í þessum mánuði. Hann var með 20 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í 35. sigri Denver á tímabilinu. Denver er því 35-15 sem er það besta í 50 leikjum síðan félagið var stofnað.
Félagið er einum sigurleik frá efsta sæti Vesturdeildarinnar og er á leið í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2013.
That's triple-doubles this month for Nikola! #MileHighBasketballpic.twitter.com/GUNQJEEn64
— Denver Nuggets (@nuggets) January 31, 2019
Úrslit:
Boston-Charlotte 126-94
Miami-Chicago 89-105
NY Knicks-Dallas 90-114
Washington-Indiana 107-89
Minnesota-Memphis 99-97
New Orleans-Denver 99-105
Sacramento-Atlanta 135-113
Portland-Utah 132-105
Staðan í NBA-deildinni.