Beðið eftir útspili stjórnvalda sighvatur@frettabladid.is skrifar 16. febrúar 2019 08:15 Ekki verður lengra komist í viðræðum aðila og því er nú beðið eftir aðkomu stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“ Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira