Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það. Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það.
Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30
„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20