Ömurlegur kumbaldi sem skyggir á Viðey Ari Brynjólfsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Í deiliskipulagi má byggingin vera 35 metra há. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira