Kemst Max Holloway aftur á skrið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. júlí 2019 07:00 Max Holloway og Frankie Edgar. Vísir/Getty UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Sjá meira
UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Bein útsending: Kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Sjá meira