Söngkonan Svala Björgvins var í gær lögð inn á sjúkrahús á Akureyri þar sem hún átti að skemmta gestum hátíðarinnar Einnar með öllu.
Svala átti að stíga á svið á Ráðhústorginu en varð fyrir því að falla í yfirlið baksviðs. Því varð Svala að hætta við tónleika sína í gærkvöld. Svala segist í dag líða töluvert betur og þakkar aðdáendum sínum fyrir þær kveðjur sem hún hefur fengið.
Hún segir það hafa verið mjög óheppilegt að þetta hafi komið fyrir rétt fyrir tónleikana og að hún verði að bæta Akureyringum óhappið upp.
Svala er nú á leið til Vestmannaeyja þar sem hún mun koma fram á stóra sviðinu í Þjóðhátíð.
Lífið