Akureyri

Fréttamynd

Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum

Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum.

Innlent
Fréttamynd

Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn

Fertugustu og níundu Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum hefjast í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri. Formaður Andrésarnefndar segir að á tímabili hafi litið út fyrir að slæmt snjófæri myndi setja strik í reikninginn en nú sé útlit fyrir að metþátttaka verði á leikunum.

Innlent
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Litla hryllingsbúðin kveður á Akur­eyri

Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum.

Lífið
Fréttamynd

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Ríf­lega tveggja milljarða af­gangur á Akur­eyri

Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk vel og var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Minnkandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og nokkru hærri tekjur, höfðu jákvæð áhrif. Niðurstaðan er jákvæð um rúma tvo milljarða króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir afgangi upp á tæplega hálfan milljarð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hin raun­veru­lega byggða­stefna

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sló mann með gler­glasi í höfuðið á Strand­götunni

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið þannig að hann féll í jörðina og haldið svo árásinni áfram á Akureyri í september 2022.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára nauðgunardómur stendur

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022.

Innlent
Fréttamynd

Stækkum Skógar­lund!

Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin harka að færast í undirheimana

„Við höfum viljað vekja athygli á aukinni hörku í undirheimunum og samfélaginu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinn, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, en í gær greindi lögreglan frá þónokkrum ofbeldismálum sem hafa komið upp í umdæminu á undanförnum dögum og vikum.

Innlent
Fréttamynd

Nei­kvæð á­hrif inn­viða­gjalds mikil á Norður­landi

Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu.

Skoðun
Fréttamynd

Maskadagur á Ísa­firði

Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu - í það minnsta á Ísafirði.

Lífið
Fréttamynd

Kjarnorkukafbátur í Eyja­firði

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Báturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“

Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun.

Innlent