Hannes: Þetta dugar í flestum riðlunum Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2019 22:27 Hannes í viðtalinu í leikslok. vísir/skjáskot „Þú vilt alltaf vinna þegar þú ferð inn á fótboltavöll. Þó að tæknilega séð hafi ekki verið neitt þá en við lögðum metnað í að vinna þennan leik og ná í eins mörg stig og hægt er,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir 2-1 sigur á Moldóvu í kvöld. Sigurinn var torsóttur hjá íslenska liðinu sem hafði þó sigurinn að endingu. „Við vildum klára þetta með jákvæða tilfinnigu í maganum. Við erum glaðir með niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem sagði að heimamenn hefðu ekki gefið tommu eftir. „Þeir vildu þetta mikið og komu gíraðir eftir leikinn gegn Frökkum. Það var aldrei auðvelt að eiga við þá og þetta var galopið í lokin á meðan það munaði bara einu marki.“ „Við fengum fullt af fleiri sénsum og hefðum átt að skora fleiri mörk en gerðum það ekki. Þetta var hættulegt í lokin og ég var feginn þegar hann flautaði af.“ Ísland fær 19 stig í riðlinum en það dugar ekki til að komast beint inn á EM. Því þarf Ísland í umspil sem fer fram í mars. „Við erum svekktir yfir því að þetta dugi ekki því þetta dugar í flestum riðlunum en við verðum að bíta í það súra epli. Tyrkirnir gerðu bara vel og náðu í fjögur stig gegn Frökkum og þar skilur á milli.“ „Það er þó smá meðbyr eftir þessa tvo leiki og við getum tekið þetta með okkur inn í mars og við erum staðráðnir í að klára þetta þá.“ Hannes er spenntur fyrir leikjunum í mars. „Það verður frábært. Vonandi fáum við tvo og þá verður þetta algjör veisla heima í mars. Það verður að minnsta kosti einn og það verður nýtt og spennandi að takast á við þetta svo okkur hlakkar bara til.“ „Það er mjög spennandi. Maður er búinn að vera uppfæra hvernig þetta lítur út og fylgjast með úrslitum. Nú er þetta að koma í ljós og við getum farið að undirbúa okkur fyrir þetta.“Klippa: Viðtal við Hannes EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren: Við verðum með okkar besta lið Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2020. 17. nóvember 2019 12:00 Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Twitter eftir leik: „Er ekki hægt að panta hann í gigg á 17.júní?“ Ísland vann 2-1 sigur á Moldóvu er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2020 en leikið var í Chisinau í kvöld. 17. nóvember 2019 21:43 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Þú vilt alltaf vinna þegar þú ferð inn á fótboltavöll. Þó að tæknilega séð hafi ekki verið neitt þá en við lögðum metnað í að vinna þennan leik og ná í eins mörg stig og hægt er,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir 2-1 sigur á Moldóvu í kvöld. Sigurinn var torsóttur hjá íslenska liðinu sem hafði þó sigurinn að endingu. „Við vildum klára þetta með jákvæða tilfinnigu í maganum. Við erum glaðir með niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem sagði að heimamenn hefðu ekki gefið tommu eftir. „Þeir vildu þetta mikið og komu gíraðir eftir leikinn gegn Frökkum. Það var aldrei auðvelt að eiga við þá og þetta var galopið í lokin á meðan það munaði bara einu marki.“ „Við fengum fullt af fleiri sénsum og hefðum átt að skora fleiri mörk en gerðum það ekki. Þetta var hættulegt í lokin og ég var feginn þegar hann flautaði af.“ Ísland fær 19 stig í riðlinum en það dugar ekki til að komast beint inn á EM. Því þarf Ísland í umspil sem fer fram í mars. „Við erum svekktir yfir því að þetta dugi ekki því þetta dugar í flestum riðlunum en við verðum að bíta í það súra epli. Tyrkirnir gerðu bara vel og náðu í fjögur stig gegn Frökkum og þar skilur á milli.“ „Það er þó smá meðbyr eftir þessa tvo leiki og við getum tekið þetta með okkur inn í mars og við erum staðráðnir í að klára þetta þá.“ Hannes er spenntur fyrir leikjunum í mars. „Það verður frábært. Vonandi fáum við tvo og þá verður þetta algjör veisla heima í mars. Það verður að minnsta kosti einn og það verður nýtt og spennandi að takast á við þetta svo okkur hlakkar bara til.“ „Það er mjög spennandi. Maður er búinn að vera uppfæra hvernig þetta lítur út og fylgjast með úrslitum. Nú er þetta að koma í ljós og við getum farið að undirbúa okkur fyrir þetta.“Klippa: Viðtal við Hannes
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren: Við verðum með okkar besta lið Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2020. 17. nóvember 2019 12:00 Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Twitter eftir leik: „Er ekki hægt að panta hann í gigg á 17.júní?“ Ísland vann 2-1 sigur á Moldóvu er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2020 en leikið var í Chisinau í kvöld. 17. nóvember 2019 21:43 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hamren: Við verðum með okkar besta lið Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2020. 17. nóvember 2019 12:00
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45
Twitter eftir leik: „Er ekki hægt að panta hann í gigg á 17.júní?“ Ísland vann 2-1 sigur á Moldóvu er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2020 en leikið var í Chisinau í kvöld. 17. nóvember 2019 21:43