Hamren: Við verðum með okkar besta lið Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Erik Hamren með Frey Alexanderssyni rétt fyrir leikinn á móti Tyrkjum. Getty/Salih Zeki Fazlioglu Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira