Tíu ár frá alræmdum þjófnaði á tölvupóstum loftslagsvísindamanna Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2019 09:00 Valdir kaflar úr tölvupóstum vísindamanna voru birtir á vefjum loftslagsafneitara til að hleypa upp ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Vísir/Getty/samsett Þjófnaður tölvuþrjóta á tölvupóstum loftslagsvísindamanna og valkvæðir lekar á þeim höfðu mikil áhrif á umræðu um loftslagsmál um nokkurra ára skeið en óljóst hvort þeir hafi tafir aðgerðir. Tíu ár eru nú liðin frá þjófnaðinum sem afneitarar loftslagsvísinda notuðu til að há upplýsingastríð og tortryggja þau. Innbrotið í tölvupósta vísindamanna loftslagsrannsóknadeildar Háskólans í Austur-Anglíu (UEA) á Englandi átti sér stað árið 2009 í aðdraganda loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Þjófarnir komust yfir þúsundir tölvupósta og annarra gagna sem höfðu farið á milli vísindamanna þegar þeir unnu að rannsóknum og birtingu þeirra. Í framhaldinu láku þjófarnir og samtök afneitara loftslagsvísinda völdum hlutum úr tölvupóstunum sem teknir voru úr samhengi til að láta líta út fyrir að vísindamennirnir hefðu falsað gögn og reynt að þagga niður í efasemdaröddum um að hnattræn hlýnun af völdum manna ætti sér raunverulega stað. Afneitarar nefndu málið „Climategate“ með vísan í Watergate-hneykslið bandaríska. Fjölmiðlaumfjöllun um þjófnaðinn og lekann gerði mikið úr ásökunum afneitunarhópanna. Íhaldssamir stjórnmálamenn beggja vegna Atlantsála notuðu umfjöllunina til að grafa undan trúverðugleika loftslagvísinda og nauðsyn aðgerða. Yfir vísindamennina sem urðu fyrir þjófnaðinum og stoðlausum ásökunum um svik rigndi hótunum, meðal annars morðhótunum. „Ég fékk hundruð tölvupósta með svívirðingum og hótunum. Ég vissi að ásakanirnar voru þvæla en sem maður sem er vanur því að hafa stjórn á hlutunum kiknaði ég þegar ég missti hana. Heilsu minni hrakaði. Ég átti erfitt með að sofa og borða. Ég var undir gríðarlegri og sívaxandi pressu og mér fannst ég vera að brotna niður. Þegar ég lít til baka býst ég við að ég hafi orðið fyrir einhvers konar taugaáfalli,“ segir Phil Jones, forstöðumaður loftslagsstofnunar UEA, um reynsluna.Markmiðið var að ná samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í Kaupmannahöfn fyrir tíu árum. Það tókst ekki fyrr en með Parísarsamkomulaginu árið 2015.Vísir/GettySkilaboð vísindamanna á milli gerð tortryggileg Einna mesta athygli vakti setning úr tölvupósti Jones frá nóvember árið 1999 þar sem hann sagðist hafa notað „Nature-bragðið hans Mike“. Það var sett í samhengi við að hann hafi ætlað að „fela lækkunina“. Þetta töldu afneitarar loftslagsvísinda sönnun fyrir því að vísindamenn ættu við gögn sem stönguðust á við að hlýnun ætti sér stað. Sú ásökun á sér þó enga stoð í veruleikanum. Setningin var veidd upp úr tölvupósti Jones og tekin úr samhengi. Pósturinn snerist um hvernig hægt væri að samræma beinar mælingar á hitastigi við trjáhringjagögn til að rekja þróun hitastigs frá því áður en beinar veðurmælingar hófust. Loftslagsvísindamenn nota svonefnd veðurvitni til að áætla hitastig á jörðinni fyrir þann tíma sem beinar hitamælingar hófust. Til þess nota þeir meðal annars setlög og trjáhringi sem reynslan hefur sýnt að gefa góða mynd af hitastigi í fortíðinni. Í póstinum alræmda vísaði Jones til aðferðar, sem hann nefndi „bragð“, sem Michael Mann, bandarískur loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, hafði notað í grein í vísindatímaritinu Nature sem gerði honum kleift að búa til samfellt graf yfir þróun hitastigs yfir hundruð ára með því að nota annars vegna trjáhringi fyrir eldri tímabil og hins vegar beinar mælingar nútímans. „Lækkunin“ sem Jones nefndi hafði svo hvorki nokkuð með meinta lækkun hitastigs að gera, enda hafði árið 1998 slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga, né „bragð“ Michaels Mann. Þess í stað snerist það um að trjáhringir á ákveðnum svæðum á háum breiddargráðum gáfu ekki lengur rétta mynd af raunhitastigi eftir árið 1960. Þegar Jones talaði um að „fela lækkunina“ átti hann við að fella ætti út trjáhringjatalningar sem voru ekki lengur áreiðanlegar til að sýna raunverulegt hitastig. Ítarlega og opinskátt hefur verið fjallað um misræmið í trjáhringjagögnum í vísindagreinum og skýrslum Sameinuðu þjóðanna um árabil. „Raunin er að tölvupósturinn var algerlega saklaust og viðeigandi samtal á milli vísindamanna,“ segir Mann í heimildarmynd sem breska ríkisútvarpið BBC gerði um tölvupóstamálið vegna tímamótanna.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.VísirFærði útúrsnúning og rangfærslur „upp um stig“ Sumir hafa kennt neikvæðri umfjöllun um tölvupóstana um skipbrot loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Vonir höfðu staðið til að þar yrði samþykkt lagalega bindandi samkomulag um að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun en það fór út um þúfur. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt segja að hversu mikil áhrif tölvupóstamálið hafði á gang mála í Kaupmannahöfn. Í fyrstu hafi hann talið áhrifin mikil en eftir að hann varð vitni að ferlinu við Parísarsamkomulagið sem var undirritað árið 2015 telji hann erfitt fyrir einstök atvik í umræðunni að afvegaleiða ráðstefnur af þessu tagi. Þess í stað telur Halldór að lekarnir hafi haft gríðarleg áhrif á umræðu um loftslagsmál og gert lítið úr loftslagsvísindum í lengri tíma á eftir. „Í nokkur ár var maður endalaust að heyra þessar sögur um að menn hefðu verið að svindla eða eitthvað álíka,“ segir hann. Loftslagsvísindamenn hafi þurft að glíma við það sem í dag væri kallað falsfréttir allt frá upphafi 10. áratugsins. Farið hafi verið með staðlausa stafi um störf þeirra og niðurstöður og vísindamennirnir hafi því verið orðnir vanir alls kyns útúrsnúningum. „Þarna fór þetta upp um stig. Það var mjög fagmannlegt hvernig þessu var komið fram,“ segir Halldór. Aldrei hefur verið upplýst fyllilega hver stóð að innbrotinu og lekunum eða í hvaða tilgangi. Halldór segir tæplega tilviljun að póstarnir hafi verið birtir í aðdraganda Kaupmannahafnarráðstefnunnar. Tilgangurinn hafi þá verið að hafa áhrif á viðræðurnar. „Svo getur maður velt fyrir sér hvort það hafi heppnast en þetta heppnaðist alveg gríðarlega vel að gera lítið úr allri þessari umræðu sem ég held að hafi haft mikil áhrif á pólitíska umræðu, sérstaklega í Bandaríkjunum,“ segir hann.Hreinsaðir af ásökunum í fjölda rannsókna Fjöldi rannsókna, bæði opinberra og fjölmiðla, fór fram á tölvupóstunum í kjölfar lekanna og var niðurstaða þeirra allra að ekkert benti til þess að loftslagsvísindamennirnir hefðu gerst sekir um nein þeirra bellibragða eða svika sem þeir voru sakaðir um. Þá staðfestu óháðar rannsóknir niðurstöðu vísindamanna UEA um þróun hitastigs á jörðinni. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að hópar afneitara loftslagsvísinda haldi áfram að halda tölvupóstunum á lofti enn þann dag í dag, jafnvel þó að níu af þeim tíu árum sem liðin eru frá innbrotinu og lekanum séu á meðal þeirra tíu hlýjustu frá upphafi mælinga. „Hægrisinnaðir stjórnmálamenn í bandalagi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki notuðu áhrif sín til að breiða út fölskum fullyrðingum um tölvupóstana og færa rök gegn aðgerðum til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sú áróðursherferð stendur enn yfir,“ segir Bob Ward, forstöðumaður stefnumótunar við Grantham-loftslagsbreytinga- og umhverfisrannsóknastofnunarinnar, við The Guardian. England Loftslagsmál Tölvuárásir Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þjófnaður tölvuþrjóta á tölvupóstum loftslagsvísindamanna og valkvæðir lekar á þeim höfðu mikil áhrif á umræðu um loftslagsmál um nokkurra ára skeið en óljóst hvort þeir hafi tafir aðgerðir. Tíu ár eru nú liðin frá þjófnaðinum sem afneitarar loftslagsvísinda notuðu til að há upplýsingastríð og tortryggja þau. Innbrotið í tölvupósta vísindamanna loftslagsrannsóknadeildar Háskólans í Austur-Anglíu (UEA) á Englandi átti sér stað árið 2009 í aðdraganda loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Þjófarnir komust yfir þúsundir tölvupósta og annarra gagna sem höfðu farið á milli vísindamanna þegar þeir unnu að rannsóknum og birtingu þeirra. Í framhaldinu láku þjófarnir og samtök afneitara loftslagsvísinda völdum hlutum úr tölvupóstunum sem teknir voru úr samhengi til að láta líta út fyrir að vísindamennirnir hefðu falsað gögn og reynt að þagga niður í efasemdaröddum um að hnattræn hlýnun af völdum manna ætti sér raunverulega stað. Afneitarar nefndu málið „Climategate“ með vísan í Watergate-hneykslið bandaríska. Fjölmiðlaumfjöllun um þjófnaðinn og lekann gerði mikið úr ásökunum afneitunarhópanna. Íhaldssamir stjórnmálamenn beggja vegna Atlantsála notuðu umfjöllunina til að grafa undan trúverðugleika loftslagvísinda og nauðsyn aðgerða. Yfir vísindamennina sem urðu fyrir þjófnaðinum og stoðlausum ásökunum um svik rigndi hótunum, meðal annars morðhótunum. „Ég fékk hundruð tölvupósta með svívirðingum og hótunum. Ég vissi að ásakanirnar voru þvæla en sem maður sem er vanur því að hafa stjórn á hlutunum kiknaði ég þegar ég missti hana. Heilsu minni hrakaði. Ég átti erfitt með að sofa og borða. Ég var undir gríðarlegri og sívaxandi pressu og mér fannst ég vera að brotna niður. Þegar ég lít til baka býst ég við að ég hafi orðið fyrir einhvers konar taugaáfalli,“ segir Phil Jones, forstöðumaður loftslagsstofnunar UEA, um reynsluna.Markmiðið var að ná samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í Kaupmannahöfn fyrir tíu árum. Það tókst ekki fyrr en með Parísarsamkomulaginu árið 2015.Vísir/GettySkilaboð vísindamanna á milli gerð tortryggileg Einna mesta athygli vakti setning úr tölvupósti Jones frá nóvember árið 1999 þar sem hann sagðist hafa notað „Nature-bragðið hans Mike“. Það var sett í samhengi við að hann hafi ætlað að „fela lækkunina“. Þetta töldu afneitarar loftslagsvísinda sönnun fyrir því að vísindamenn ættu við gögn sem stönguðust á við að hlýnun ætti sér stað. Sú ásökun á sér þó enga stoð í veruleikanum. Setningin var veidd upp úr tölvupósti Jones og tekin úr samhengi. Pósturinn snerist um hvernig hægt væri að samræma beinar mælingar á hitastigi við trjáhringjagögn til að rekja þróun hitastigs frá því áður en beinar veðurmælingar hófust. Loftslagsvísindamenn nota svonefnd veðurvitni til að áætla hitastig á jörðinni fyrir þann tíma sem beinar hitamælingar hófust. Til þess nota þeir meðal annars setlög og trjáhringi sem reynslan hefur sýnt að gefa góða mynd af hitastigi í fortíðinni. Í póstinum alræmda vísaði Jones til aðferðar, sem hann nefndi „bragð“, sem Michael Mann, bandarískur loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, hafði notað í grein í vísindatímaritinu Nature sem gerði honum kleift að búa til samfellt graf yfir þróun hitastigs yfir hundruð ára með því að nota annars vegna trjáhringi fyrir eldri tímabil og hins vegar beinar mælingar nútímans. „Lækkunin“ sem Jones nefndi hafði svo hvorki nokkuð með meinta lækkun hitastigs að gera, enda hafði árið 1998 slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga, né „bragð“ Michaels Mann. Þess í stað snerist það um að trjáhringir á ákveðnum svæðum á háum breiddargráðum gáfu ekki lengur rétta mynd af raunhitastigi eftir árið 1960. Þegar Jones talaði um að „fela lækkunina“ átti hann við að fella ætti út trjáhringjatalningar sem voru ekki lengur áreiðanlegar til að sýna raunverulegt hitastig. Ítarlega og opinskátt hefur verið fjallað um misræmið í trjáhringjagögnum í vísindagreinum og skýrslum Sameinuðu þjóðanna um árabil. „Raunin er að tölvupósturinn var algerlega saklaust og viðeigandi samtal á milli vísindamanna,“ segir Mann í heimildarmynd sem breska ríkisútvarpið BBC gerði um tölvupóstamálið vegna tímamótanna.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.VísirFærði útúrsnúning og rangfærslur „upp um stig“ Sumir hafa kennt neikvæðri umfjöllun um tölvupóstana um skipbrot loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Vonir höfðu staðið til að þar yrði samþykkt lagalega bindandi samkomulag um að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun en það fór út um þúfur. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt segja að hversu mikil áhrif tölvupóstamálið hafði á gang mála í Kaupmannahöfn. Í fyrstu hafi hann talið áhrifin mikil en eftir að hann varð vitni að ferlinu við Parísarsamkomulagið sem var undirritað árið 2015 telji hann erfitt fyrir einstök atvik í umræðunni að afvegaleiða ráðstefnur af þessu tagi. Þess í stað telur Halldór að lekarnir hafi haft gríðarleg áhrif á umræðu um loftslagsmál og gert lítið úr loftslagsvísindum í lengri tíma á eftir. „Í nokkur ár var maður endalaust að heyra þessar sögur um að menn hefðu verið að svindla eða eitthvað álíka,“ segir hann. Loftslagsvísindamenn hafi þurft að glíma við það sem í dag væri kallað falsfréttir allt frá upphafi 10. áratugsins. Farið hafi verið með staðlausa stafi um störf þeirra og niðurstöður og vísindamennirnir hafi því verið orðnir vanir alls kyns útúrsnúningum. „Þarna fór þetta upp um stig. Það var mjög fagmannlegt hvernig þessu var komið fram,“ segir Halldór. Aldrei hefur verið upplýst fyllilega hver stóð að innbrotinu og lekunum eða í hvaða tilgangi. Halldór segir tæplega tilviljun að póstarnir hafi verið birtir í aðdraganda Kaupmannahafnarráðstefnunnar. Tilgangurinn hafi þá verið að hafa áhrif á viðræðurnar. „Svo getur maður velt fyrir sér hvort það hafi heppnast en þetta heppnaðist alveg gríðarlega vel að gera lítið úr allri þessari umræðu sem ég held að hafi haft mikil áhrif á pólitíska umræðu, sérstaklega í Bandaríkjunum,“ segir hann.Hreinsaðir af ásökunum í fjölda rannsókna Fjöldi rannsókna, bæði opinberra og fjölmiðla, fór fram á tölvupóstunum í kjölfar lekanna og var niðurstaða þeirra allra að ekkert benti til þess að loftslagsvísindamennirnir hefðu gerst sekir um nein þeirra bellibragða eða svika sem þeir voru sakaðir um. Þá staðfestu óháðar rannsóknir niðurstöðu vísindamanna UEA um þróun hitastigs á jörðinni. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að hópar afneitara loftslagsvísinda haldi áfram að halda tölvupóstunum á lofti enn þann dag í dag, jafnvel þó að níu af þeim tíu árum sem liðin eru frá innbrotinu og lekanum séu á meðal þeirra tíu hlýjustu frá upphafi mælinga. „Hægrisinnaðir stjórnmálamenn í bandalagi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki notuðu áhrif sín til að breiða út fölskum fullyrðingum um tölvupóstana og færa rök gegn aðgerðum til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sú áróðursherferð stendur enn yfir,“ segir Bob Ward, forstöðumaður stefnumótunar við Grantham-loftslagsbreytinga- og umhverfisrannsóknastofnunarinnar, við The Guardian.
England Loftslagsmál Tölvuárásir Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira