Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2019 19:30 Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. WOW Air, Icelandair Group og forsætisráðuneytið sendu öll frá sér yfirlýsingar vegna stöðu WOW í gær eftir að staðfest var að viðræðum félagsins við bandaríska fjárfestinn Indigo Partners hafði verið slitið um að Icelandair og WOW hefðu tekið öðru sinni upp viðræður um sameiningu félaganna. Íslensk stjórnvöld fylgjast náið með viðræðum Icelandair og WOW. Afskiptum stjórnvalda eru þó settar skorður bæði með samkeppnislögum og Evrópu lögum og reglum sem þó bjóða upp á ákveðið svigrúm. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir flugfélögin starfa eftir opinberum rekstrarleyfum. Stjórnvöld hafi því fylgst vel með þróun mála frá degi til dags. „Og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt verði ekki að opinberri hálfu gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli,” segir Bjarni. Hér sé um stóra og mikilvæga atvinnugrein að ræða. „Við lítum þannig á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna í landinu geti haft mjög slæm smitáhrif. Hún gæti valdið atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og truflunum til lengri tíma. Tafið innviða uppbyggingu og svo framvegis,” segir fjármálaráðherra.Gjaldtaka á ferðaþjónustuna mögulega endurskoðuð Stjórnvöld séu því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar til að mynda varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og endurskoðun gjalda á ferðaþjónustuna. Ríkið muni hins vegar ekki setja fé inn í þennan áhættusama rekstur. Markaðsaðilar verði sjálfir að hafa trú á rekstrinum. „Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál. Það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt,” segir Bjarni. Þegar Air Berlin fór á hausinn árið 2017 lánuðu þýsk stjórnvöld þrotabúinu 150 milljónir evra í þrjá mánuði til að félagið kæmi farþegum heim og eignum þess í sölu.Kemur eitthvað slíkt til greina?„Við höfum gert okkar eigin áætlanir ef allt færi á versta veg. Ég held að það verði að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Það þótti takast ágætlega í því tilviki. Við erum bara ekki komin á þennan stað,” segir Bjarni.Á meðfylgjandi mynd má sjá þá áfangastaði sem WOW flýgur á en Icelandair ekki merkta með fjólubláum hring.Grafík/TótlaEnn er opið fyrir bókanir hjá WOW. Flugfélögin fljúga bæði á marga áfangastaði en WOW flýgur hins vegar á tíu staði sem Icelandair flýgur ekki til. Fjármálaráðherra vonar að starfsemin geti haldið áfram með trúverðugum áætlunum um að leysa rekstrarvanda félagsins. En hvað með farþega sem eiga bókuð sæti með WOW?Er ástæða fyrir farþega að hafa áhyggjur?„Ég get ekki tekið það að mér að meta það fyrir hvern og einn. En það er öllum ljóst að það er alvarlegur rekstrarvandi til staðar,” segir Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. WOW Air, Icelandair Group og forsætisráðuneytið sendu öll frá sér yfirlýsingar vegna stöðu WOW í gær eftir að staðfest var að viðræðum félagsins við bandaríska fjárfestinn Indigo Partners hafði verið slitið um að Icelandair og WOW hefðu tekið öðru sinni upp viðræður um sameiningu félaganna. Íslensk stjórnvöld fylgjast náið með viðræðum Icelandair og WOW. Afskiptum stjórnvalda eru þó settar skorður bæði með samkeppnislögum og Evrópu lögum og reglum sem þó bjóða upp á ákveðið svigrúm. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir flugfélögin starfa eftir opinberum rekstrarleyfum. Stjórnvöld hafi því fylgst vel með þróun mála frá degi til dags. „Og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt verði ekki að opinberri hálfu gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli,” segir Bjarni. Hér sé um stóra og mikilvæga atvinnugrein að ræða. „Við lítum þannig á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna í landinu geti haft mjög slæm smitáhrif. Hún gæti valdið atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og truflunum til lengri tíma. Tafið innviða uppbyggingu og svo framvegis,” segir fjármálaráðherra.Gjaldtaka á ferðaþjónustuna mögulega endurskoðuð Stjórnvöld séu því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar til að mynda varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og endurskoðun gjalda á ferðaþjónustuna. Ríkið muni hins vegar ekki setja fé inn í þennan áhættusama rekstur. Markaðsaðilar verði sjálfir að hafa trú á rekstrinum. „Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál. Það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt,” segir Bjarni. Þegar Air Berlin fór á hausinn árið 2017 lánuðu þýsk stjórnvöld þrotabúinu 150 milljónir evra í þrjá mánuði til að félagið kæmi farþegum heim og eignum þess í sölu.Kemur eitthvað slíkt til greina?„Við höfum gert okkar eigin áætlanir ef allt færi á versta veg. Ég held að það verði að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Það þótti takast ágætlega í því tilviki. Við erum bara ekki komin á þennan stað,” segir Bjarni.Á meðfylgjandi mynd má sjá þá áfangastaði sem WOW flýgur á en Icelandair ekki merkta með fjólubláum hring.Grafík/TótlaEnn er opið fyrir bókanir hjá WOW. Flugfélögin fljúga bæði á marga áfangastaði en WOW flýgur hins vegar á tíu staði sem Icelandair flýgur ekki til. Fjármálaráðherra vonar að starfsemin geti haldið áfram með trúverðugum áætlunum um að leysa rekstrarvanda félagsins. En hvað með farþega sem eiga bókuð sæti með WOW?Er ástæða fyrir farþega að hafa áhyggjur?„Ég get ekki tekið það að mér að meta það fyrir hvern og einn. En það er öllum ljóst að það er alvarlegur rekstrarvandi til staðar,” segir Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent