Körfubolti

Borche sagðist vera farinn að trúa á samsæri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Borche var sársvekktur eftir tapið í Ljónagryfjunni.
Borche var sársvekktur eftir tapið í Ljónagryfjunni. vísir/daníel
Svekktur þjálfari ÍR, Borche Ilievski, sagðist vera farinn að trúa á samsæri á Facebook-síðu Njarðvíkur í gærkvöldi.

Hans lið hafði þá tapað gegn Njarðvík í hörkuleik í úrslitakeppninni. Lykilmanni ÍR-inga, Kevin Capers, var vísað af velli í lok þriðja leikhluta fyrir að slá til Jóns Arnórs Sverrissonar.

„Ég er farinn að trúa á samsæri. Á hverju ári henda þeir einum mikilvægum leikmanni úr mínu liði. Annars óska ég Njarðvík til hamingju með fyrsta sigurinn,“ skrifaði Borche á Facebook-síðu Njarðvíkinga í gærkvöldi.

Þessi orð stóðu þar yfir alla nóttina en þjálfarinn virðist hafa séð eftir þeim er hann vaknaði því þá fjarlægði hann þau. Skjáskot af þeim má þó sjá hér með fréttinni.

Borche lenti í því á síðasta ári að Ryan Taylor var dæmdur í leikbann og nú er Capers líklega einnig á leiðinni í leikbann. Mál hans verður væntanlega tekið fyrir í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×